WOW! Er 2020 að klárast?

Key of Marketing jólakveðjur

Takk fyrir að gefast ekki upp

Til að byrja með langar okkur að þakka okkar frábæru viðskiptavinum fyrir traustið og viðskiptin á árinu sem er að líða!

Á óvissutímum eins og þessum er auðvelt að slaka á markaðskostnaði og fara í vörn, en árið 2020 hefur gefið okkur ný verkefni og nýjar lausnir.

Áskoranir á árinu hafa svo sannarlega haft verri áhrif á rekstur vissra greina, t.d. ferðaþjónustuna og veitingageirann, en vonandi hefur sú barátta verið þess virði. Við höldum í vonina að árið 2021 verði árið ykkar.

Takk fyrir að halda áfram, þeir sem ná að standa í lappirnar á þessum tímum munu uppskera!

2020 hjá Key of Marketing

Key of Marketing myndataka
Ægir var eini sem átti í erfiðleikum með Oddinn

Í janúar fengum við hana Jenný Huld Þorsteinsdóttur til starfa sem hönnunarstýru. Við erum ótrúlega ánægð með þá viðbót í hópinn og á hún heiður skilið fyrir framúrskarandi hönnun!

Hægt er að lesa meira um Jenný hér.

Í lok sumars stækkaði hópurinn svo enn frekar, þar sem Sara Kristín Rúnarsdóttir tók við störfum sem birtingastýra í ágúst sem hefur verið ómetanleg viðbót í hópinn. Hún heldur vel utan um herferðir og aðstoðar okkur við að halda utan um ímynd viðskiptavina okkar. Hægt er að lesa meira um Söru hér.

Áður en Covid faraldurinn skall á vorum við á leið í umfangsmikið verkefni í ferðaþjónustunni, sem eðlilega datt upp fyrir. Það má segja að það hafi verið lán í óláni, þar sem við nýttum þann tíma sem við höfðum aflögu í að vinna í okkar vörumerki. 

Ný ásýnd

Key of Marketing
Ný ásýnd

Við nýttum tímann í allsherjar naflaskoðun og athuguðum hvað við gætum bætt í okkar vörumerki, sem og rekstri. Fram að því höfðum við einungis verið að hugsa um að stækka og gefa út eins mikið efni og við gátum, og létum þar af leiðandi útlitið mæta afgangi. 

Við vorum lítið að sinna heimasíðunni okkar og var hún orðin mjög lúin. Inn á gömlu heimasíðuna settum við allt sem okkur datt í hug, án þess að huga neitt sérstaklega að útliti og uppsetningu. 

Í mars tókum við af skarið og byrjuðum að vinna í endurmörkun og stefnu fyrirtækisins, og mætti segja að þetta hafi verið “Covid verkefnið” okkar. Í október fór nýja heimasíðan okkar í loftið með nýrri ásýnd, þar sem meðal annars má sjá nýja firmamerkið okkar, en það þurfti hressilega andlitslyftingu frá því merki sem Oddur gerði fyrir rúmum 2 árum.

Þar að auki fórum við að vinna í að gera alla ferla betri, bæði til að létta álagið á starfsmönnum og eigendum en einnig til að stuðla að enn betri þjónustu til viðskiptavina okkar. Það er í raun verkefni sem aldrei klárast, og við munum statt og stöðugt  vinna í að bæta þjónustu og verkferla svo lengi sem fyrirtækið lifir.

Mailchimp

Key of Marketing X Mailchimp
Mailchimp samstarfsaðilar

Við urðum fyrstu íslensku Mailchimp samstarfsaðilarnir og fengum viðurkenninguna “Mailchimp Pro Partners”. Við erum virkilega stolt af þeim titli, þar sem aðeins framúrskarandi samstarfsaðilar fá þessa viðurkenningu.

Þetta tól höfum við innleitt hjá fjölda íslenskra fyrirtækja með okkar stefnu “föngum viðskiptavini saman”, sem stendur fyrir persónulegri sjálfvirkni í samskiptum.

Mailchimp er kerfi sem við höfum lengi unnið með, og aðferðir okkar hafa farið fram úr björtustu vonum. Árangurinn er sjáanlegur til lengri tíma, en það var skemmtilegt að sjá hvað árangurinn birtist okkur fljótt á árinu 2020 sem helst í hendur við aukna netverslun.  

Ef þú hefur áhuga á því að kynna þér Mailchimp betur þá mælum við með því að stofna frían aðgang strax í dag með því að smella á þennan hlekk

Ef einhverjar spurningar vakna, þá er hægt að senda inn spurningar á nýja Mailchimp Facebook hópinn sem við vorum að stofna með því að smella á þennan hlekk

Fyrir frekari þjónustu hvetjum við þig auðvitað til að hafa samband við okkur.

Verkefni árið 2020

Teikna fyrir Íslenska Gámafélagið
Jenný að teikna ruslabíl fyrir Íslenska Gámafélagið

Á árinu erum við búin að vera vinna mörg skemmtileg verkefni með okkar frábæru viðskiptavinum, en það má sjá brot af verkefnunum með því að smella hér

Vísindaferð Háskólans á Akureyri

Í byrjun árs héldum við vísindaferð fyrir þyrsta Norðlendinga á viðskiptafræðibraut við Háskólann á Akureyri. 

Hægt er að smella hér til að lesa nánar um vísindaferðina

Við vorum spennt að halda fleiri vísindaferðir á árinu, en við hlökkum til að halda fleiri þegar allt fer aftur í eðlilegt horf. 

Nýtt ár, nýjar hugmyndir, ný verkefni og tækifæri

Á nýju ári sækjumst við í verkefni með framúrskarandi fyrirtækjum og sjáum fram á að stækka litlu stofuna okkar umtalsvert. Hreyfihönnuðir og Google sérfræðingar geta því verið óhræddir við að senda okkur ferilskrá á team@keyofmarketing.is, því við gætum verið að leita að þér. Í ofanálag hlökkum við til að heyra í markaðsfulltrúum hjá framúrskarandi fyrirtækjum sem eru með skemmtileg verkefni í huga fyrir árið 2021.

Gleðilega hátíð og takk fyrir árið kæru viðskiptavinir og allir okkar frábæru vinir.

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND