Jenný grafískur hönnuður

Við í Key of Marketing kynnum nýjan starfsmann, 
Jenný Huld Þorsteinsdóttur

Við höfum fengið til liðs við okkur nýjan starfsmann, hana Jenný Huld Þorsteinsdóttir sem er grafískur hönnuður, en það voru 140 manns sem sóttu um starfið.

Jenný lauk tveggja ára námi í sjónlistum frá Myndlistarskólanum í Reykjavík og flutti þá til Ítalíu. Útskrifaðist þar sem grafískur hönnuður frá Istituto Europeo di Design Milano.

Eftir útskrift hefur hún starfað sem hönnuður hjá Motive Productions, Háskólanum í Reykjavík og Hvíta Húsinu auglýsingastofu.

Jenný er vægast sagt frábær, við í Key of Marketing bjóðum hana velkomna í hópinn.

Reynsla á vinnumarkaði

Á þessu tímabili á vinnumarkaðnum hefur Jenný unnið verk fyrir fjölda framúrskarandi fyrirtækja.

Þar má m.a. nefna Arion Banka, Eldum rétt, Drexler, Embætti Landlæknis, Húðlæknastöðina, Lava Centre, Whales of Iceland Basko EHF sem er móðurfélag fjölda verslana m.a. 10-11, svo eitthvað sé nefnt.

Mikilvægi grafískrar hönnunar

Framúrskarandi hönnun leiðir að jákvæðri upplifun fyrirtækja.

Úthugsuð grafík af sérfræðingi mun leiða til þess að einstaklingar mynda jákvæðar skoðanir á vörunni, þjónustu eða vörumerkinu.

Það er mikilvægt að vera meðvitaður um að grafísk hönnun skiptir öllu máli.

Frábær hönnun sker sig úr. Í eðli sínu líkar fólki við að umgangast hluti sem líta vel út og láta þeim líða vel. Með því að fjárfesta í gæðum á grafískri hönnun eykur þú verulega möguleika á því að hafa áhrif á ákvarðantöku kúnnahóps.

“There are three responses to a piece of design – yes, no, and WOW! Wow is the one to aim for.”

– Milton Glaser

Miðlar skilaboðum um trúverðugleiki og fagmennsku

Grafísk hönnun gegnir verulegu hlutverki í ákvörðunartöku.

Fyrirtæki sem fjárfesta í vandaðri grafískri hönnun eru álitin traustari. Fagmennska er traustvekjandi og gefur merki um að hægt sé að treysta vel viðkomandi fyrirtæki. Eitt slíkt merki er hvernig þú kynnir þig sem fyrirtæki. Það er mikilvægt að kynna sig á besta mögulega máta með því að fjárfesta í grafískri hönnun.

“Good design’s not about what medium you’re working in. It’s about thinking hard about what you want to do and what you have to work with before you start.”

– Susan Kare

Grafísk hönnun dregur saman hugmyndir og vörumerkið þitt með myndefni sem kallar fram athygli og fagmennsku

Hvaða hugmyndir myndir þú vilja kynna fyrir almenningi? Frábær grafísk hönnun hjálpar til við að draga saman þessar hugmyndir sjónrænt. Einstaklingar hafa ekki endilega áhuga á því að lesa skjal sem er að reyna að sannfæra þá um að kaupa vöruna þín, en eiga auðveldara með því að skoða myndefni sem þjónar sama tilgangi og mynda sér skoðun í framhaldi. Hvað vörumerki varðar þá ætti öll framsetning vörumerkisins að vera í stíl, til þess að tryggja að vörumerkið þitt sé þekkjanlegt.

“You can have an art experience in front of a Rembrandt… or in front of a piece of graphic design.”

– Stefan Sagmeister

Grafísk hönnun skiptir okkur í Key of Marketing miklu máli

Hvort sem það er í prenti eða í stafrænu formi, frá nafnspjaldi yfir í skilti, lógó, pökkunarhönnun, fliers, vefhönnun, hreyfimyndir þá leggjum við mikla áherslu á góða grafíska hönnun. Hafðu samband við okkur hjá Key Of Marketing og við erum reiðubúin til þess að mæta þínum þörfum.

“If no one hates it, no one really loves it.”

– Jessica Walsh

Ef þú ert tilbúinn að stíga fyrsta skrefið í átt að betri hönnun fyrir þitt fyrirtæki

Hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóst eða síma:

Sími: 5198191, tölvupóstur: team@keyofmarketing.is


Jenný Huld grafískur hönnuður – Grafísk hönnun skiptir máli

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND