Halldór Snorrason – Mættur til leiks

Halldór hreyfihönnuður hjá Key of Marketing

Í febrúar vorum við svo heppinn að fá skemmtilega viðbót í teymið okkar þar sem Halldór var ráðinn inn sem hreyfihönnuður hjá Key of Marketing.

Halldór er 34 ára hönnuður sem hefur sankað að sér víðtækri reynslu í menntun og starfi.

Halldór bjó í Danmörku frá 2008-2018, þar sem hann nældi sér í Masters gráðu í hönnun frá Konunglega listaháskóla Danmerkur, með sérhæfingu í “Production design” eða listrænni stjórnun/ Leikmyndahönnun. 

Áður en Halldór byrjaði í háskóla vann hann við hönnun, kvikmyndagerð og margmiðlun frá 2006 þegar hann útskrifaðist með stúdentspróf frá Borgarholtsskóla í margmiðlunarhönnun árið 2006. 

Halldór að vinna úr teikningum fyrir kvikun

Meðal verkefna sem hann hefur komið að má nefna sjónvarpsþætti eins og “The Rain” á Netflix, “The Team” á DR, jóladagatal TV2 2017 og 2019, “Tinka’s Juleeventyr”, heimildarmyndina “Íslenska krónan” ásamt því hefur hann framleitt og unnið við ýmis tónlistarmyndbönd. 

Halldór hefur verið listrænn stjórnandi ýmissa verkefna við danska kvikmyndaskólann bæði á teiknimyndum og kvikmyndum. 

Einnig hefur hann byggt og hannað leikmyndir, allt frá einföldum bakgrunnum upp í að taka þátt í að byggja stærri íbúð í stúdíói og að því að byggja híbýli álfa fyrir Tinkas Juleeventyr. Komið að því að vinna auglýsingar og myndskreytti jóladagatal Borgarbókasafnsins í 2019. 

Halldór þekkir stafræna markaðssetningu vel þar sem hann hefur unnið við markaðssetningu á netinu og verið vefstjóri, vefhönnuður, og séð um samstarfsverkefni með meðal annars Facebook, Myspace, Hummel ofl. 

Við erum heppin að fá jákvæðan, orkumikinn og metnaðarfullan starfskraft til vinnu!

Velkominn í teymið Halldór! 

Hér má sjá brot af efni sem Halldór hefur unnið

Þú getur haft samband við Halldór varðandi hönnun og því sem tengist

Netfang: halldor@keyofmarketing.is

Skráðu þig á póstlistann okkar!

Skrá mig

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND