Sara Kristín tekur við störfum birtingastjóra

Við vorum að bæta við teymið okkar svona rétt fyrir jólatörnina!

Það gleður okkur að kynna Söru til leiks, en hún mun sinna starfi birtingastjóra hjá auglýsingastofunni Key of Marketing.

Sara kristín tekur við störfum birtingastjóra hjá Key of Marketing

Sara Kristín Rúnarsdóttir er 27 ára Viðskiptafræðingur sem hefur sérhæft sig í markaðsfræði. Hún lauk BSc í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017 en flutti síðar til Kaupmannahafnar þar sem hún lauk MSc í Brand & Communications Management frá Copenhagen Business School.

Hennar ástríða er heildræn ímyndarstjórnun vörumerkja (e. branding), þar sem hugsað er um ímynd vörumerkis sem heildræna mynd af öllum snertiflötum vörumerkisins.

Sara vann sem markaðsfulltrúi hjá Gló eftir BSc námið, og vann síðar sem samfélagsmiðlastjóri hjá Matcha Bar Copenhagen að hluta til á meðan náminu stóð í Kaupmannahöfn.

Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt þar sem birtingastjóri Key of Marketing er með yfirlit yfir auglýsingaherferðir og markaðsstarf viðskiptavina okkar.

Við vorum heppin með fjölda umsókna frá fullt af frábærum einstaklingum og gátum þar með fundið aðila sem passaði fullkomnlega í starfið.

Við hlökkum til að vinna með Söru vonandi til framtíðar.

Vörumerki er meira en bara logo.

Vörumerki er hjarta fyrirtækisins, og ætti að segja okkur hver við erum og hvað við stöndum fyrir. Það ætti að vera það sem ræður hverri einustu ákvarðanatöku, sama hversu lítil eða stór hún er. Hvernig tölum við, hvernig hegðum við okkur og hvað skiptir okkur máli?

Til þess að áorka og viðhalda ímyndarstjórnun vörumerkis, þarf að vera skýr stefna til staðar sem hver einasti mögulegi snertiflötur byggir á. Sú stefna þarf svo að skila sér til neytandans, því að lokum er það neytandinn sem skilgreinir vörumerkið út frá skynjuðu virði hans á því. Upplifir viðskiptavinurinn sömu tilfinningu frá stjórnendum, starfsfólki, talsmáta, litum, lykt, auglýsingum og að ógleymdri vörunni sjálfri? Hvaða tilfinningu fær viðskiptavinurinn, til dæmis, þegar hann fær svar við pósti sem hann sendi, sér auglýsingu á samfélagsmiðlum, kemur inn í útibú, er heilsað af starfsmanni (eða er honum heilsað?), fær vöruna afhenta, tekur vöruna úr umbúðum og byrjar að nota vöruna? Hvað með eftir kaup á vörunni? Hvernig er brugðist við kvörtunum, er erfitt að farga vörunni og svo framvegis? Til þess að áorka heildræna upplifun vörumerkisins þurfa þessir snertifletir, og allir aðrir mögulegir snertifletir, að veita sömu upplifun.

Þú getur haft samband við Söru varðandi ráðgjöf fyrir vörumerkið þitt

Netfang: sara@keyofmarketing.is

Skráðu þig á póstlistann okkar!

Skrá mig

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND