Hvernig eigum við að sinna markaðsstarfi í COVID-19?
Það er mikilvægt að reyna að sjá tækifæri í ástandi eins og þessu.
Ekki notfæra þér hræðslu sem tækifæri
Það besta sem fyrirtæki getur gert er að róa fólk niður. Ekki notfæra þér hræðslu, fólk mun muna eftir því og hefur vond langtímaáhrif.
Þau fyrirtæki sem nálgast einstaklinga af virðingu munu öðlast framúrskarandi traust viðskiptavina til lengri tíma.
Traust
Það er á þinni ábyrgð sem fyrirtækjaeigandi að miðla raunhæfri áhættu svo viðskiptavinir geti tekið ákvörðun um hvort viðskiptavinir ættu að koma í búð eða versla í vefverslun.
Það er mikilvægt að upplýsa, fólk vill fá að vita staðreyndir um hvernig á að passa sig og hvernig hægt er að versla við fyrirtækið þitt á sem öruggastan hátt.
Segðu viðskiptavinum frá aðgerðum sem þið hafið innleitt til þess að stuðla að öryggi og fyrirbyggja smithættu!
Hvernig á ég að fá tekjur fyrir kaffihúsið mitt?
Þar sem COVID-19 hefur mikil áhrif á veitingastaði þar sem öll viðskipti fara fram í persónu þá þarf að hugsa í lausnum til að fá tekjur.
Hugmyndir:
- Það er hægt að setja upp gjafabréf sem almenningur getur verslað í gegnum auglýsingar á samfélagsmiðlum, hluti rennur til góðgerðamála fyrir þá sem eiga ekki efni á að byrgja sig upp af mat og þurfa hjálp í COVID-19 ástandinu. Dæmi: Á þessum erfiðu tímum viljum við hjálpa með því að bjóða þér að versla 4.000kr gjafakort fyrir 3.000kr en 50% af öllum seldum gjafabréfum rennur til góðgerðamála.
- Önnur hugmynd: Gæti verið að bjóða fólki að kaupa mat fyrir fjölskyldur í neyð og unnið verkefnið með ákveðnum góðgerðasamtökum.
- Auglýstu veitingastaðinn þinn sem „Safe spot“
- Passaðu upp á hreinlæti og tilkynntu viðskiptavinum nýja hreinlætisferla
- Á þessum tímum þarf að vera „creative“
- Hægt er að bjóða upp á ,,livestream“ kennslu úr eldhúsinu og margt fleira
Notaðu krafta samfélagsmiðla
Samfélagsmiðlar munu verða öflugri en áður þar sem fólk er að einangra sig heima hjá sér, fólk mun leita í afþreyingu og samskipti í gegnum samfélagsmiðla.
Vildarklúbbur/póstlisti
Núna er slæmt að draga úr kostnaði sem fer í markaðsstarf en það getur verið erfitt að bæta í kostnað ef tekjurnar fara lækkandi
Mikilvægi þess að vera með vildarklúbb er gríðalega mikil á tímum eins og þessum, það er alltaf gott að vera með lista af traustum viðskiptavinum þar sem hægt er að tilkynna breytingar og fréttir með auðveldum hætti.
Það er aldrei of seint að byrja að safna á póstlista, ef þið eruð ekki nú þegar með póstlista, þá leggjum við til að setja upp kynningarauglýsingu á samfélagsmiðlum sem tengist við sjálfvirka fjölpóstaherferð.
Þið sem eruð með póstlista og eruð að senda í fyrsta sinn fjölpóst á listann en fáið ekki nógu góðar viðtökur þá er það líklegast vegna þess að listinn er orðinn kaldur og er um að gera að fara að halda honum við.
Smelltu á þennan link og byrjaðu að byggja upp þinn póstlista í dag.
Livestream
Þar sem mikið af fólki hættir sér ekki út að óþörfu er gott tækifæri til þess að vera með ,,livestream“ til þess að koma fréttum á framfæri og tengjast við viðskiptavininn.
Push vs Pull marketing
Þessi tími verður erfiður fyrir þau fyrirtæki sem notast aðeins við ,,push marketing“ án þess að gefa frá sér virði.
Ef þú bætir virði við markaðssefnið er viðskiptavinur ánægður, ef þú gefur ekki frá þér virði verður markaðsefnið pirrandi.
Virði getur verið skilgreint sem jákvæð upplifun á auglýsingu, upplýsingar um hvernig á að nota vöruna, tilfinningaleg tenging við markaðssefnið o.fl.
Munurinn á ,,push” og ,,pull marketing” liggur í því hvernig við nálgumst neytendur.
Hugmyndafræði á bakvið push marketing er að þvinga vörum á neytendur, dæmi fyrir push marketing er söluskjár í matvöruverslun eða hilla með vörum á afslætti.
Aftur á móti þá er pull marketing hugmyndafræðin að neytendur sækist í vöruna í stað þess að þvinga hana upp á neytendur.
Langtímamarkmið er að vera þekkt vörumerki „Household name“
Push marketing dæmi
Í stórverslunum sem selja ilmlínur, framleiðendur rakspýra og ilmvatn bjóða oft upp á afslætti í stórverslunum til þess að fá fólk til að prufa ilm undir þeirra vörumerki. Þessi aðferð getur verið sérstaklega gagnleg fyrir ný vörumerki sem eru ekki vel þekkt eða fyrir nýjar línur innan tiltekins vörumerki sem þurfa frekari kynningu. Eftir allt þá eru fyrstu kynni margra neytanda við ilminn í búðinni og myndu ekki vita um hvað þeir ættu að biðja um ef þeir vissu ekki að þessi ilmur væri til.
Push marketing fjölpóstur:
✅Útsöludagar vefverslana – ⌛50% AFSLÁTTUR 😱
Afsláttarkóði: CYBERMONDAY
Skráðu þig á námskeið í markaðssetningu á Facebook og Instagram í dag á 50% afslætti!
Afsláttarkóði “CYBERMONDAY”
⌛Afslátturinn gildir aðeins í dag⌛
Pull marketing dæmi
Þú getur oft greint Pull markaðsherferðir útfrá því hversu umfangsmikil herferðin er. Pull markaðsherferðir eru oft stærri og umfangsmeiri þar sem það þarf meiri vinnu og sköpunargáfu til þess að vörumerkið verði „Household name“.
Tökum leikföng barna sem dæmi, fyrsta skref er að auglýsa vöruna, börnin og foreldrar sjá vöruna og foreldrar vilja kaupa leikfangið.
Þegar eftirspurn eykst byrja smásalar og verslanir að sækjast eftir því að selja vöruna.
Þetta er dæmi um árangursríka Pull markaðssherferð.
Þetta blogg er dæmi um „pull“ markaðsefni
Pull marketing fjölpóstur:
Mörg lítil og stór fyrirtæki eru ekki með neina áætlun þegar kemur að því að markaðssetja fyrirtækið sitt. Árangur er alltaf mun líklegri með markaðsáætlun!
Veistu ekki hvar þú átt að byrja?
Ekki örvænta!
Við hjá Key Of Marketing bjuggum til 8 skrefa leiðarvísi að markaðsáætlun til að flýta ferlinu og einfalda fyrir þér hvernig á að búa til áhrifaríka markaðsáætlun sem nær árangri!
Smelltu hér fyrir neðan til að skoða leiðarvísinn
Þegar ástandið er eðlilegt þarf að finna jafnvægi á milli „push-“ og „pull marketing“ en á þessum skrítnu tímum sækist fólk í öruggi og tryggð, en það er í raun grundvöllur pull markaðssefnis.
Er vefsíðan þín notendavæn?
Vefsíðan þín þarf að vera notendavæn.
Þú getur verið með fallegustu vefsíðu í heimi en ef það hvetur ekki fólk til þess að lesa, skoða sig um og stoppa við til þess að skoða vefsíðuna þá skiptir það litlu máli.
Það er ástæða fyrir því að Google Analytics segir þér þann tíma sem gestir eyða á síðunni þinni.
Þær upplýsingar eru dýrmætar og segir til um hversu áhugasamir gestir eru.
Ef að meðaltími sem fólk eyðir inn á heimasíðunni er 90 sekúndur en ætti að taka 10 mínútur að lesa þá er vefsíðan nógu ekki spennandi.
Líklegt er að að neytandinn hafi ekki farið inn á undirsíðu á vefsíðunni þinni en líklegra er að neytandinn hafi farið til baka á Google og fundið aðra vefsíðu sem er meira spennandi.
Góð vefsíða breytir gestum í viðskiptavini
Markmið með vefsíðunni er auðvitað ekki bara að laða gesti til þess að heimsækja vefsíðuna þína.
Ef vefsíðan þín hvetur ekki til viðskipta þá er hún ekki nógu góð.
Auðvitað verða ekki allir gestir að viðskiptavinum í fyrstu heimsókn á vefsíðunni.
Þess vegna þarf vefurinn þinn að bjóða upp á mörg viðskiptatækifæri.
Tækifærin ættu að vera mismunandi, sum ættu að hvetja til sölu strax á meðan önnur safna upplýsingum um gestinn.
Hér eru fjögur meginatriði sem er gott að hafa í huga:
- Skráningarform sem hvetur fólk til þess að skrá sig á póstlista er nauðsynlegt að hafa.
Þegar gestir gefa frá sér netfang sýna þeir áhuga á þjónustunni og vilja fá frekari upplýsingar og eru þar af leiðandi komnir í hóp líklegra viðskiptavina.
Þessi hópur er þá kominn í markaðstrektina þína og það er þitt starf að halda vel utan um þennan hóp, halda uppi samskiptum og hvetja þennan hóp til að versla við þig.
Í raun ætti að vera skráningarform á öllum undirsíðum á vefsíðunni þinni. - Sterk skilaboð sem hvetja til kaupa er nauðsynlegt að hafa á góðri vefsíðu.
Við erum ekki að tala um ein skilaboð á vörusíðu sem hvetur til kaupa heldur ráðleggjum við þér að vera með fleiri en eitt skráningarform, á forsíðu, bloggi, öðrum undirsíðum og pop-up sem opnast ef fólk er á leiðinni út af vefsíðunni þinni. Á vörusíðu þarf að vera áberandi hvar þú bætir vörunni í körfu, á forsíðu og annar staðar getur þú beint neytendum inn á vörusíðu.
Vörusíða er sú síða sem fólk tekur ákvörðun um hvort þau kaupa vöruna eða ekki, ekki skilja eftir ósvaraðar spurningar á vörusíðum. - Vefsíðan þarf að vera með þægilegt notendaviðmót þar sem neytandi getur auðveldlega vafrað um án þess að neytandi verði „confused,“ hægt er að nota tól eins og www.hotjar.com til þess að sjá hegðun gesta inn á vefsíðunni þinni svo hægt sé að bregðast við ef neytendur fara að villast.
„If you confuse them, you lose them”
Shopify vefsíðukerfið býður upp á frábært kerfi til þess að búa til flotta vefsíðu á nokkuð einfaldan hátt og er þægilegt viðmót bæði fyrir notendur og viðskiptavini.
Þar sem Key of Marketing er Shopify Partner getum við boðið viðskiptavinum okkar upp á 14 daga fría áskrift af kerfinu ef skráning fer í gegnum þennan link - Einfalt kaupferli hækkar conversion rate vefsíðunnar.
Ef að kaupferlið er hægt, ótraustverðugt eða ófagmannlegt getur fólk hætt við pöntun á síðustu skrefum án þess að ganga frá kaupum.
Þó svo að það muni alltaf einhver hætta við kaup á síðustu skrefum þá er neytandinn búinn að gefa okkur upplýsingar sem við getum notfært okkur og sent t.d. póst á einstaklinginn daginn eftir til þess ýta á eftir því að klára kaup en á sama tíma er þessi eintaklingur kominn inn í markaðsstrektina okkar og mun þá vonandi ganga frá kaupum fyrr eða síðar. Hægt er að tengja kerfi eins og Mailchimp til þess að halda utan um þá sem skrá sig á lista eða detta inn í markaðsstrektina okkar.
Checklisti fyrir markaðsstarf á meðan COVID-19 stendur yfir:
- Go digital
- Byggja upp traust
- Hugsa í lausnum
- Notaðu samfélagsmiðla
- Virkja póstlistann
- Livestream
- Pull marketing
- Passa að vefsíða sé notendavæn
Færðu sölur, fundi, og alla mögulega starfsemi á netið!Smelltu hér til að skrá þig á póstlista Key of Marketing