Föngum viðskiptavini með stafrænum auglýsingum

  • Hvernig föngum við viðskiptavini með stafrænum auglýsingum?
  • Hvernig föngum við athygli viðskiptavina?
  • Hvar er markhópurinn okkar?
  • Hvernig breytum við fólki sem hefur aldrei heyrt um okkur í að vera ánægðir viðskiptavinir sem versla reglulega við okkur?

Smelltu hér til að skrá þig í markaðstrekt Key of Marketing

Í þessu bloggi munum við svara þessum spurningum og taka fyrir dæmi um áhrifaríka leið til að “fanga viðskiptavini.”

Fyrsta sem við gerum er að búa til auglýsingu, birtum hana á miðlunum, við notum m.a. Facebook, Instagram, Google, Youtube, LinkedIn.

Við finnum líklegan markhóp sem kemur til með að sjá auglýsinguna. Með stafrænum auglýsingum getum við miðað auglýsingum á ákveðinn markhóp t.d. þeir sem hafa sýnt áhuga á barnavörum, foreldra barna á ákveðnum aldri o.fl.

Næsta skref er að elta þá sem sýna okkur áhuga með,,eltiauglýsingum,” en þær virka þannig að við erum að sýna þeim sem hafa sýnt áhuga á okkar þjónustu eða vöru t.d. like-að póstinn okkar, farið inn á vefsíðuna okkar á síðustu 60 dögum eða horft á 50% af myndbandi sem við birtum á miðlana. Þannig ,,föngum” við þá sem eru áhugasamir um vöruna okkar eða þjónustu og þrengjum markhópinn.

Skref númer þrjú er að safna upplýsingum um þá sem hafa sýnt okkur áhuga til að geta haldið áfram að senda þeim upplýsingar um okkar vöru eða þjónustu. Markmiðið er þá að tengjast viðskiptavinum betur.

Þessar upplýsingar eru t.d. símanúmer og netfang. Í framhaldi getum við sent reglulega tölvupóst eða sms á listann með fréttum, tilboðum, fræðslu og fleiri upplýsingum um fyrirtækið.

Skref númer fjögur er að fá sölu, þar sem viðskiptavinurinn er búinn að fá að kynnast fyrirtækinu er mun líklegra að aðilinn sé tilbúinn til þess að versla ef hann er ekki nú þegar búinn að ganga frá viðskiptum. Þá er um að gera að nálgast viðskiptavininn með nálgun sem gengur út á að fá hann til að taka ákvörðun um að festa kaup á vöru eða þjónustu.

Skref númer fimm er að auka virði. Þegar við erum búin að fá sölu þá er ferlið ekki búið því við viljum auðvitað auka virði hvers kúnna. Við gerum það með því að vera með framúrskarandi vöru eða þjónustu og með því að minna á okkur reglulega með fréttum, tilboðum, fræðslu og fleiri upplýsingum um fyrirtækið.

Síðan heldur ferlið áfram þar sem við erum alltaf að tengjast kúnnanum betur og auka virði hans.

Aðgerðaáætlun:

  1. Settu upp þína markaðstrekt og farðu í gegnum ferlið hvernig þú fangar viðskiptavini
  2. Settu upp áætlun hvenær þú ætlar að vera gera hvern hlut í markaðstrektinni

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND