Lengd og endurtekning stafrænna myndbandsauglýsinga

Lengd auglýsinga

Hversu langar eiga auglýsingar að vera og hversu oft má sýna þær áður en fólk fær leið á þeim?

Þegar hægt er að hanna auglýsingar svo nákvæmlega er stundum erfitt að vita hvað hentar best hverju sinni. Það að koma með hugmyndir að herferðum og auglýsingum er skemmtilegt ferli en svo er það allt annað að koma þeim fyrir framan markhópinn og fá þá til að horfa á það sem er sett fyrir framan þau. Hvað þá fá það til að kaupa eða fjárfesta í því sem verið er að selja. Hversu langar geta auglýsingar verið áður en fólk beinir athyglinni eitthvert annað, hvernig fær maður fólk til að horfa á allt myndbandið svo það meðtaki skilaboðin í heild sinni og hversu oft getur fólk horft á sama myndbandið áður en það fær óbeit á því. Við skulum aðstoða þig í að skilja þetta aðeins betur.

Sagan

Fyrsta sjónvarpsauglýsingin sem birtist í Bandaríkjunum árið 1941 var 10 sekúndur að lengd og innihélt tvær sekúndur af tali, margt hefur breyst síðan þá. Auglýsingar eru í dag allt frá 6 sekúndur upp í 2-3 mínútur en það fer eftir miðli og tegund auglýsinganna. Í dag er hægt að sérsníða hvar og hvenær auglýsingar eru sýndar og samkeppnin orðin gríðarleg. Árið 1970 var helst auglýst í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Í dag er yfir helmingur allra auglýsinga á netinu og en sjónvarpið er samt helsti vettvangurinn fyrir stórar herferðir þar sem auglýsingar fara yfir mínútu mörkin. En vegna tilkomu streymisveita eru oft ekki auglýsingar og ef þær eru þar getur fólk spólað yfir þær. Vegna þessa eru þau auglýsingapláss í línulegri dagskrá fyrir vinsæla viðburði orðin mjög dýr svo sem fyrir Skaupið, Eurovision, landsliðsleiki og annað sem sýnt er í opinni dagskrá og vitað er að stór hluti landsins muni fylgjast með.
 

Hvað hentar í dag

Rannsóknir hafa sýnt að auglýsingar sem sýna jákvæð skemmtun (e. positive entertainment) eru líklegastar til að laða fólk að og auðveldara er að sannfæra það um ágæti þess sem er verið að auglýsa. Þar er átt við auglýsingar sem sýna jákvæðni í sjónrænni auglýsingu þar sem hress tónlist er í bakgrunni og ákveðinn húmor skín í gegn. Það þýðir þó ekki að allar auglýsingar verði að vera á þessum nótum og fer eftir innihaldi auglýsinganna hvort það eigi við en það er ótrúlegt hvað er hægt. Auglýsing sem snýr að líftryggingum, sem getur verið mjög þungt umræðuefni er hægt að snúa svo að það sýni jákvæðu hliðarnar og snýr þá meira að jákvæðri skemmtun þó svo að það þurfi að gera hana á smekklegan máta. Þar er hægt að sýna fjölskyldu saman úti í hjólatúr með skilaboðunum að það sé ákveðið öryggisnet í kringum þau þar sem foreldrarnir eru með líftryggingu.

Tilfinningar

Manneskjan er tilfinningavera og laðast því að einhverju sem kveikir undir þeim tilfinningum, sama hvaða tilfinning það er. Sálfræðingurinn Paul Ekman kom fram með sex grunn tilfinningar mannverunnar sem voru gleði, depurð, ótti, andstyggð, reiði og undrun. Að sjálfsögðu eru til fleiri tilfinningar til að vinna með svo sem stolt, skömm, eftirvænting en þær eru ekki eins vel greinanlegar að mati Ekman, hvað þá á svo stuttum tíma sem auglýsingar í dag hafa til að fanga athygli fólks. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að ef að fyrirtæki vilja að auglýsingunum og skilaboðunum þeirra sé tekið vel verða auglýsingarnar að grípa áhorfendur frá fyrstu sekúndunni.

Athygli

Rannsóknir hafa oftar en ekki sýnt það að stuttar, hnitmiðaðar auglýsingar eru áhrifagjarnari en þær sem eru lengri þar sem þær geta virkað langdregnar. Fólk eyðir í dag allt frá rúmum tveimur tímum upp í 14+ tíma á dag fyrir framan skjái, hvor sem það er sjónvarp, tölva, sími eða spjaldtölva. Á þessum tíma sjáum við óheyrilega mikið af upplýsingum og auglýsingum. Því er nauðsynlegt að auglýsingin þín standi upp úr öllu þessu upplýsingaflæði og sé eftirminnileg. Algengt er að auglýsingar poppi upp þar sem eftir 6 sekúndur getur áhorfandinn ákveðið að skippa yfir auglýsinguna og sér því aldrei heildarskilaboðin sem koma fram. Sé auglýsingin hins vegar aðeins 6 sekúndur mun áhorfandinn horfa á auglýsinguna til enda en samt sem áður er ekki víst að áhorfandinn muni neitt eftir henni þar sem þetta er kannski aðeins ein af hundrað samskonar auglýsingum sem hann sér yfir daginn.

Endurtekning

Það er ekkert öruggt í markaðssetningu, sumar herferðir heppnast vel og aðrar ekki þrátt fyrir svipað ferli og álíka framkvæmd. Markaðssetning gengur líka út á ákveðna þrautseigju og úthald, þar sem fólk er mögulega mis lengi að sannfærast um ágæti þeirrar vöru eða þjónustu þess sem verið er að auglýsa. Í fyrsta skiptið sem fólk sér nýja auglýsingu tekur það ekki eftir henni, eftir að hafa séð auglýsinguna fimm sinnum les það loksins það sem kemur fram í auglýsingunni. Það er í 10 skiptið sem fólkið sér auglýsinguna að þeir fara að verða forvitnir um það sem kemur fram í henni og fara að spyrja vini og vandamenn hvort þeir hafi séð hana líka og mögulega prófað hana og ekki fyrr en eftir 20 eða fleiri skipti ákveður fólk að kaupa sér hana en það fer að sjálfsögðu eftir mörgu. Hver markhópurinn er og hversu dýr varan er gæti þurft færri eða fleiri skipti. 

Hvað á maður að gera?

Þegar kemur að lengd og endurtekningu auglýsinga verður að meta hlutina í hvert einasta skipti sem ný auglýsing er sett upp eða herferð plönuð. En yfirsýn og stöðug eftirlit er ákveðin nauðsyn. Til þess eru auglýsingastofur eins og Key of Marketing sem sérhæfa sig í stafrænum birtingum og lausnum. Key of Marketing getu aðstoðað þig og þitt fyrirtæki við birtingar eða þú getur skráð þig á póstlista og hlustað á hlaðvarpið okkar. Við tökum vel á móti þér ef þú hefur einhverjar spurningar

Heimildir

Thomas Koulopoulos (2017)

How Youtube Bumper Ads Use 6 Seconds to Maximize Reach (2020)

New Study Finds Response Rates to 6-Second video Ads are Increasing, in Line with Consumption Trends (2020)

6 Second Ads: Who, How, & When To Use (2018)

6 Best Practices for 6-Second video Ads (2021)

6-second ads deliver big mobile viewership, but little emotional punch, study says (2018)

Bumper Ads: Your Six-Second Secret Weapon (2020)

6 Seconds: The Origin Story (2021)

10 seconds or less: A primer on extra-short video marketing (2017)

Sabuncuoglu-Inanc, Gokaliler og Gulay (2020)

Pieters og Wedel (2004)

Grigaliunaite og Pileliene (2017)

Skráðu þig á póstlista og við látum þig vita af nýjum fréttum frá okkur.

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND