Í þætti 4 af „Föngum viðskiptavini saman” fengum við hann Ólaf Jónsson til okkar, sérfræðing í stafrænni markaðssetningu.
Óli Jóns eins og hann er kallaður er einstaklega skemmtilegur gestur í hlaðvarpið og þekkir það vel, enda heldur hann sjálfur úti hlaðvarpsþáttum sem snúast um markaðsmál. Hann starfar í dag sem markaðsráðgjafi hjá Jons.is og er í hlutastarfi hjá Birtingahúsinu.
Óli Jóns á afar farsælan feril að baki, hann hefur verið lykilmaður í markaðsstarfi hjá þekktum fyrirtækjum í mismunandi geirum, unnið sjálfstætt og í stærri teymum.
Í þættinum segir Óli frá því hvernig hann fór frá því að vera bílstjóri hjá Íslenska Gámafélaginu yfir í að vera eftirsóttur markaðsráðgjafi á Íslandi.
Hlaðvarpið má finna á öllum helstu streymisveitum.
Skráðu þig á póstlista og við látum þig vita af nýjum fréttum frá okkur.