Af hverju auglýsing í formi teiknimynda?

Hönnuður að vinna auglýsingu

Grípur athygli

Stafrænar auglýsingar í formi teiknimynda hjálpa til. Til að byrja með þá eru hlutir á hreyfingu sem grípur athygli áhorfenda. Auglýsingar sem eru á hreyfingu bjóða áhorfandanum að taka þátt í upplifuninni og getur kallað fram sterkar tilfinningar.

Takmörkuð þolinmæði fólks

Þar sem þolinmæði fólks á netinu er takmörkuð sem dæmi þá er talið að 53% af snjallsímanotendum hætta við opna vefsíðu ef að biðtími er yfir 3 sekúndur. Að því sögðu, gildir sama um upplýsingaflæði og við sjáum í auknum mæli að fólk vill frekar fá upplýsingar í gegnum myndband frekar en í skrifuðum texta og þar af leiðandi er fylgni við vaxandi áhorf hreyfimyndaauglýsinga.

Einfaldaðu skilaboðin

Teiknimynd getur hjálpað við að einfalda skilaboðin þín, hægt er að segja sögur með teiknimyndum í stað þess að segja þær í látlausum texta. Í stað þess að hlaða auglýsingu með texta geta fyrirtæki teiknað upp persónur og sett þær í aðstæður þar sem þær láta ástandið ganga upp. Áhorfandinn á þá auðveldara með að setja sig í þessar aðstæður þar sem persónur geta skapað samkennd og tilfinningu sem er auðvelt að tengja við.

Segðu sögu þar sem notandi getur sett sig inn í aðstæður

Stoppaðu skrollið

Með auglýsingu á samfélagsmiðlum í formi teiknimyndar getur þú stoppað notandann af sem skrollar fram hjá stökum myndum á fréttaveitu samfélagsmiðla og gripið athygli notanda með teiknimynd.

Stoppaðu skrollið

Auglýsingar sem verða hluti af bakgrunni

Kyrrstæðar auglýsingar eru það sem mörg okkar eru vön að sjá. Auglýsingarnar eru ekki á hreyfingu og geta oft orðið hluti af bakgrunni og getur þá farið fram hjá notendanum. Það er ekki þar með sagt að kyrrstæðar auglýsing geti alls ekki verið áhugaverð en markhópurinn er sífellt að kjósa hreyfimynd í staðinn fyrir kyrrstæða mynd og fólk heldur minni athygli á netinu með hverjum degi. Það er mikilvægt að gera það sem þú getur til að ná athygli áhorfandans strax og halda henni.

Skráðu þig á póstlista og við látum þig vita af nýjum fréttum frá okkur.

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND