Vísindaferð – Háskólinn á Akureyri

Viðskiptafræðinemar frá Háskólanum á Akureyri kíktu í heimsókn

31-01-2020

Á dögunum héldum við vísindaferð fyrir þyrsta Norðlendinga á viðskiptafræðibraut í Háskólanum á Akureyri.

Það var góð stemning en nemendur voru mættir rúmlega 8 með góða skapið!

Þrátt fyrir mikla spennu nemanda fyrir miðbæ Reykjavíkur gátum við haldið athyglinni í einhvern tíma þar sem við töluðum aðallega um upphaf Key Of Marketing og þá veggi sem við höfum þurft að ryðjast í gegnum og hvernig við fórum að á okkar fyrsta “start up” ári.

Við fórum m.a. yfir hvernig fyrstu auglýsingarnar okkar voru unnar í bílskúrnum, bakgrunninn okkar, stöðu Key of Marketing í dag, tæknileg atriði og aðrar sniðugar lausnir sem við notum í markaðsstarfi okkar.

Boðskapurinn með kynningunni var mest megnis hvatning til að framkvæma og gera hlutina án þess að ofhugsa þá, að stökkva í djúpu laugina.

Hér að neðan má sjá stutt myndband frá vísindaferðinni

Takk fyrir komuna!


Vísindaferð fyrir viðskiptafræðinga við nám í Háskólanum á Akureyri

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND