Er markaðsstarfið tilbúið í mögulega söluhæsta ársfjórðung sögunnar?

Það bendir margt til þess að síðasti ársfjórðungur 2020 verði sá söluhæsti í netverslun frá upphafi.

Hér eru nokkrar ástæður af hverju þessi ársfjórðungur gæti orðið sá söluhæsti í netverslun frá upphafi:

  • Mjög fáir fóru til útlanda til að versla jólagjafir í sumar, og verða líklega einnig fáir sem leggja leið sína út í haust
  • Vegna COVID-19 er seinkun á mörgun sendingum til landsins. Fólk gæti verið hikandi við aðtaka áhættuna á því að gjafirnar komi ekki til landsins fyrir jólin, og sleppa því að kaupa erlendis frá fyrir þessi jólin! 
  • Á síðasta ári jókst salan í gegnum vefverslanir Shopify um 47%
  • Verslunarrekendur reikna með að vegna COVID-19 verði komandi jólavertíð enn annasamari en vanalega
  • Sala í gegnum vefverslun hefur farið vaxandi ár eftir ár, og er samkvæmt spám Statista einungis talið að muni aukast enn frekar á komandi árum. Því má gera ráð fyrir að vefsala muni halda áfram að aukast, sem skapar ýmis tækifæri fyrir vefverslanir

Spennandi dagar á söluhæsta ársfjórðungi 2020 

  • 🎃 Hrekkjavaka (e .Halloween) – 31. október
  • 🌹 Dagur einhleypra (e. Singles Day) – 11. nóvember
  • 🍗 Þakkargjörðardagurinn (e. Thanksgiving) – 26. nóvember
  • 🛍️ Svartur föstudagur (e. Black Friday) – 27. nóvember
  • 🛒 Rafrænn mánudagur (e. Cyber Monday) – 30. nóvember
  • 🎄 Jól (Þorláksmessa, aðfangadagur, jóladagur og annar í jólum) 23. desember – 26. desember
  • 🎆 Áramót (Gamlársdagur og nýársdagur) 31. desember – 1. janúar

Hvernig getur þú aukið söluna í gegnum þína netverslun á síðasta ársfjórðungi 2020?

Vertu tilbúin/nn

  • Byggðu upp góðan hóp viðskiptavina  sem tengir við vörumerkið þitt og gætu orðið tryggir viðskiptavinir: Til dæmis í gegnum póstlista ogsms lista, söfnum gögnum frá vefsíðu, höldum sambandi við fylgjendur á samfélagsmiðlum, o.s.frv.
  • Sendu réttu vörurnar á réttu aðilana – flokkaðu póstlistann til að senda fólki þær vörur sem þau hafa áhuga á. 
  • Búðu til áætlun – hvenær ætlar þú að senda, hvaða skilaboð ætlar þú að senda og á hvaða aðila
  • Passaðu að eiga nógu mikið af þeim vörum sem þú ætlar að leggja áherslu á og vertu tilbúin/nn að slökkva á auglýsingum og skipta um áherslu ef þær seljast upp

Skerðu þig úr hópnum

Það er ekki nóg að setja bara einhvern afslátt á allar vörur, við verðum ennþá að hugsa um þá hluti sem fær fólk vanalega til að kaupa. Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga:

  • Vertu með flottar vörumyndir
  • Vertu með auglýsingar sem selja!
    • Úthugsuð grafík unnin af sérfræðingum mun leiða til þess að einstaklingar eru líklegri til að mynda jákvæð tengsl við vöruna, þjónustuna eða vörumerkið.
      Smelltu hér til að lesa meira um mikilvægi hönnunar
  • Vertu með flotta og lýsandi vörulýsingu fyrir hverja vöru fyrir sig
  • Afslættir eru ónauðsynlegir ef við skerum okkur úr hópnum
  • Auðveldaðu kaupferlið
    • Afsláttarkóðinn kemur sjálfkrafa inn
    • Fáir smellir til að klára kaup
    • Skýrt ákall til aðgerða (e. clear call to action)
  • Bættu kaupendaupplifunina með skemmtilegum samskiptum
    • Gefðu gjöf með ákveðnum pöntunum
    • Sendu skemmtileg skilaboð með hverri pöntun

Auktu sölu og hagnað. Meðalverðmæti pantana

Að hafa hátt meðalverðmæti pantana getur vegið upp á móti auglýsingakostnaði, og þannig skapað hærri framlegð á hverja sölu. 

  • Ekki vera einungis  með ákveðinn afslátt, gerðu leik úr þessu til að fá fólk til að kaupa meira. T.d. ef fólk kaupir fyrir 20.000kr, þá fær það 35% afslátt. Annars fær fólk eitthvað annað.

Tökum dæmi:

  1. 25% af öllu
    1. Meðalverðmæti pantana: 7.000kr
    2. Vörukostnaður: 3.000kr
    3. Pöntun með afslætti: 5.250kr
    4. Auglýsingakostnaður: 1.250kr
    5. Hagnaður: 1.000kr
  1. 35% afsláttu af pöntunum yfir 20.000kr
    1. Meðalverðmæti pantana: 20.500kr
    2. Vörukostnaður: 9.000kr
    3. Pöntun með afslætti: 13.325kr
    4. Auglýsingakostnaður: 1.250kr
    5. Hagnaður: 3.075kr

Hér er hagnaðurinn meira en þrisvar sinnum meiri þó svo að afslátturinn sé 10% hærri. Þetta sýnir hversu mikilvægt það er að auka verðmæti hverrar pöntunar

Að byggja upp jákvæða ímynd vörumerkis

Hvernig byggjum við upp góða vörumerkjavitund á þessum ársfjórðungi sem skilar sér í sölum til framtíðar?

  • Gerðu auglýsingarnar persónulegar – notum nafn viðkomandi í markpóstum
  • Búum til flott efni sem fólk man eftir – höfum sama stíl á öllum auglýsingum sem passar við vörumerkið okkar
  • Gerum skemmtilega leiki úr þessu – gerum eitthvað eftirminnilegt sem fólk á erfitt með að gleyma
  • Notaðu áhrifavalda – það er mjög sterkt fyrir vörumerkið að tengja sig við réttu áhrifavaldana
  • Gefðu hluta af sölunni í góðgerðarmál eða græn málefni
  • Búum til skemmtilega upplifun þegar fólk versla við okkur – gerum eitthvað “extra”

Hvernig föngum við viðskiptavini til framtíðar? (Þ.e.a.s., hvernig eykurðu virði hvers kúnna eftir Q4 2020, s.s. 2021)?

Hvernig ætlar þú að nýta þessa aukningu í íslenskri vefverslun og stækka hóp tryggra viðskiptavina á komandi mánuðum?

Þau sem ætla sér að ná sem mestu úr þessum ársfjórðungi hugsa líka um hvernig þau geta aukið virði hvers kúnna eftir fjórðunginn, eða í byrjun árs 2021.

Höldum í netföng og höldum uppi samtalinu  við viðskiptavini fram á næsta ár, og að sjálfsögðu lengra inn í framtíðina.

Sendu okkur línu á team@keyofmarketing.is eða hringdu í okkur í síma 519-8191 og fáðu fría ráðgjöf!

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND