Búðin Decor – Árangurssaga

árangur í markaðsstarfi hjá Búðin Decor með Key of Marketing

Búðin Decor hefur náð góðum árangri með skipulögðu markaðsstarfi. Hér erum við ekki að tala um fleiri milljón króna auglýsingaherferð heldur markvissar auglýsingar sem skila árangri þar sem við mætum neytendum þar sem þeir eru í söluferlinu.

Hér tökum við fyrir árangurinn sem skilaði sér á síðasta ársfjörðungi 2020. Eftirfylgni spilaði stóran hluta í þessum niðurstöðum þar sem við höfðum safnað gögnum um þá sem hafa sýnt versluninni áhuga á liðnu ári og í framhaldi notað þessi gögn á markvissan hátt.

Vefsíðan er reglulega uppfærð í takt við áherslur í auglýsingum og stíllinn heldur sér í gegnum efnið sem Búðin Decor gefur frá sér. Eigendur verslunarinnar hafa verið duglegir að birta virðisaukandi efni á samfélagsmiðla þar sem sagt er frá nýjum vörum, dæmi um uppsetningu og útlit, hvað er sniðugt að gera ásamt fleiru.

Við setjum ekki öll eggin í sömu körfuna. Stafræni markaðsheimurinn breytist hratt og þó svo að eitthvað virki vel þýðir það ekki að það geti ekki breyst. Við reynum að nota fleiri en eitt stafrænt markaðstól og leggjum áherslu á að byggja upp traustan grunn af viðskiptavinum. Dæmi um að treysta aðeins á eitt stafrænt markaðstól er eins og þegar mörg fyrirtæki treystu á fylgið sitt á Facebook. Þá voru fyrirtæki oft bara að leggja áherslu á gjafaleiki til að fá “like” við síðuna sína. Það kom svo að því að Facebook lækkaði „organic reach” niður í 2% á Facebook síðu. Á þessum tíma lentu margir í vandræðum vegna þess að birtingar til markhópsins hafði lækkað úr 100% af þeim sem líkuðu við síðuna niður í 2%. Við viljum ekki að einn stór miðill ráði hvernig við náum til viðskiptavina okkar. Það eru til fleiri svona dæmi eins og þegar Google hækkaði kostnað á birtingum um heilan helling.

Hér að neðan má sjá hluta af þeim auglýsingum sem voru í birtingu á síðasta ársfjörðungi 2020

Uppbygging á póstlista er mikilvæg.
Við notum póstlistann til að senda út tilkynningar ásamt því að hefja samræður og fylgja eftir kaupum til þess að bæta notendaupplifun hjá viðskiptavinum.

Til dæmis þegar fólk hættir við pöntun á síðasta skrefi í kaupferli þá getum við sent eftirfarandi póst til að aðstoða viðskiptavini að klára pöntun:
„Við tókum eftir því að þú skildir eftir nokkrar vörur í körfunni, okkur langar bara að athuga hvort að það hafi nokkuð komið eitthvað upp á í pöntunarferlinu?
Við leggjum okkur fram í að gera allt sem við getum til að hjálpa þér. Hvort sem þú hefur spurningar um vörurnar eða þarft ráðgjöf þá viljum við heyra frá þér!”

Við getum haldið sambandi við viðskiptavini og sent út sjálfvirk skilaboð sem sendast ef viðskiptavinur framkvæmir ákveðnar aðgerðir.
Dæmi um aðgerðir: Viðskiptavinur skoðar vinsæla vöru á síðunni en bætir henni ekki í körfu. Þegar ákveðið langur tími hefur liðið síðan viðskiptavinur verslaði síðast þá er hægt að senda út eftirfarandi skilaboð á netfang:
„Núna eru það heilir X dagar síðan þú verslaðir í vefverslunni okkar. Við erum ekki alltof leið yfir þessu en aftur á móti er leiðinlegt að það vanti nýjar vörur frá okkur heim í stofuna þína til að gleðja gestina.”

Það er gott að fylgja eftir pöntun þegar kúnninn er búinn að fá vöruna afhenda. Þar höfum við tækifæri til að spyrja hvort varan sé í lagi, biðja um umsögn frá viðskiptavin og opna fyrir annnað sölutækifæri:
„Vonandi ertu himinlifandi með pöntunina þína! Ef það er eitthvað þá mátt þú endilega láta okkur vita. Þitt álit skiptir okkur máli. Það væri fallegt af þér að gefa okkur ummæli 💗”
Cyber Monday er stór verlsunardagur fyrir flestar vefverslanir og íslendingar eyða pening með bros á vör.
Við kynntum vinsælar vörur fyrir þeim sem hafa sýnt áhuga á að versla við Búðin Decor og eru líklegast búnir að bíða spenntir eftir Cyber Monday.
Eins og sést á myndinni þá settum við auglýsinguna m.a. fram í formi flettiauglýsinga.
Flettiauglýsingar eru sérstaklega hentugar á Cyber Monday þar sem samkeppnin er mikil. Þá getur fólk byrjað að versla og skoða sig um áður en það smellir á auglýsinguna.
Hér má sjá útlit á flettiauglýsingum á Instagram
Hér má sjá „Web push notifications” sem voru sendar út fyrir Cyber Monday.
Web push notifications virka svipað eins og póstlisti. Þegar þú lendir inn á síðunni kemur upp tilkynninng þar sem við bjóðum þér að skrá þig á „Web push notifications” lista. Í framhaldi getum við sent tilkynningar um fréttir og ýtt á eftir þér til að klára kaupin.

Gullið liggur í eftirfylgninni.
Blessuð jólin nálgast, hvar er jólaandinn?

Öll heimili vilja fá jólaandann heim og gefa gjafir sem gleðja. Jólaauglýsingarnar sem við birtum á þessu tímabili gefa akkúrat frá sér þessa jólahlýju og sama á við um annað efni sem Búðin Decor gaf frá sér yfir jólatörnina. Taktviss hönnun var í hávegum höfð í gegnum allt efnið og fólk gat tengt við liti og upplifun af auglýsingunni sem leiddi til þess að það var orðið óþarfi að sjá lógóið þeirra. Yfir jólin birtum við auglýsingar með mismunandi skilaboðum þar sem við vorum annarsvegar að ná til fólks sem var að versla fyrir sig sjálft og hinsvegar kynntum við vörur sem henta vel sem gjafir.
„Web push” borðar sem voru sendir út yfir jólin.
Lendingarsíðan spilar stórt hlutverk til að fá viðskiptavini til að taka ákvörðun um kaup. Þá er eins gott að hún sé í takt við það sem það sem búist er við af viðskiptavininum.
Hvað eru áramót? Kampavín og Cavíar? Hvaða vörur er fólk að versla fyrir áramótin?
Þessar spurningar höfðum við í huga þegar við unnum efni fyrir áramótin.
„Web push” borðar sem voru sendir út yfir áramót.

Þessi árangur er gott dæmi um hvað samvinna, undirbúningur, aukin tengsl við viðskiptavini, skipulagt markaðsstarf, taktviss hönnun, eftirfylgni með markaðsáætlun og vel uppsettir stafrænir söluferlar geta skilað miklum árangri.

Við þökkum Búðin Decor fyrir frábært samstarf og setjum stefnuna en hærra á síðasta ársfjórðungi 2021

Skráðu þig á póstlista og við látum þig vita af nýjum fréttum frá okkur.

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND