Bergljót Mist – Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu.

Bergljót Mist sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu

Gleðilegt sumar kæru viðskiptavinir og félagar!

Það gleður okkur að kynna markaðsfræðinginn Bergljótu Mist til starfa hjá Key of Marketing!

Bergljót kemur til með að halda utan um áætlanir, birtingar á auglýsingum, stafræna söluferla, textagerð og hugmyndavinnu fyrir viðskiptavini ásamt öðrum skemmtilegum verkefnum.

Bergljót er 28 ára og býr yfir mikilli þekkingu og reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur lokið BA námi í stjórnmálafræði og MSC í markaðsfræði frá Háskóla Íslands.

Bergljót hefur m.a. starfað sem markaðsfulltrúi hjá Freyju sælgætisgerð og Vátryggingafélagi Íslands.

Í fyrri störfum hefur hún unnið við að móta og framkvæma markaðsaðgerðir, komið að framleiðslu markaðs- og kynningarefni ásamt því að eiga í samskiptum við auglýsingastofur og aðra aðila sem birta markaðsefni. Hún hefur reynslu að sjá um og auglýsa á öllum helstu samfélagsmiðlunum og unnið að því að setja upp birtingar og aðgerðaráætlanir.

Bergljót er fyrst of fremst úrræðagóð, áreiðanleg og hún brennur fyrir markaðsmálum.

Velkomin til starfa Bergljót!

Netfang: bergljot@keyofmarketing.is

Skráðu þig á póstlistann okkar!

Skrá mig

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND