Hlaðvarp – Föngum viðskiptavini saman – 1. þáttur – Oddur Jarl & Ægir Hreinn

Föngum viðskiptavini saman hlaðvarp

Já það er loksins komið að því, hlaðvarpið „Föngum viðskiptavini saman” er komið í loftið.

Okkur hefur lengi langað til að byrja með hlaðvarp, alveg frá því að Óli Jóns vinur okkar tók viðtal við Odd og Ægi í fyrra.

Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá en í fyrsta þættinum spjalla Oddur og Ægir meðal annars um það hvernig Key of Marketing kom til og frábæra teymið sem vinnur á stofunnni í dag.

Upptökubúnaðurinn hefur verið til í dálítinn tíma inni á skrifstofu og því gaman að þetta sé loksins orðið að veruleika. Við erum nú þegar farin að bóka skemmtilega viðmælendur úr markaðsgeiranum til að koma og spjalla við okkur.

Hlaðvarpið má finna á öllum helstu streymisveitum.

Endilega hlustið og komið með tillögur um hvern við ættum að taka viðtal við inn á team@keyofmarketing.is

Skráðu þig á póstlista og við látum þig vita af nýjum fréttum frá okkur.

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND