Búðin Decor hefur náð góðum árangri með skipulögðu markaðsstarfi. Hér erum við ekki að tala um fleiri milljón króna auglýsingaherferð heldur markvissar auglýsingar sem skila árangri þar sem við mætum neytendum þar sem þeir eru í söluferlinu.
Hér tökum við fyrir árangurinn sem skilaði sér á síðasta ársfjörðungi 2020. Eftirfylgni spilaði stóran hluta í þessum niðurstöðum þar sem við höfðum safnað gögnum um þá sem hafa sýnt versluninni áhuga á liðnu ári og í framhaldi notað þessi gögn á markvissan hátt.
Vefsíðan er reglulega uppfærð í takt við áherslur í auglýsingum og stíllinn heldur sér í gegnum efnið sem Búðin Decor gefur frá sér. Eigendur verslunarinnar hafa verið duglegir að birta virðisaukandi efni á samfélagsmiðla þar sem sagt er frá nýjum vörum, dæmi um uppsetningu og útlit, hvað er sniðugt að gera ásamt fleiru.
Við setjum ekki öll eggin í sömu körfuna. Stafræni markaðsheimurinn breytist hratt og þó svo að eitthvað virki vel þýðir það ekki að það geti ekki breyst. Við reynum að nota fleiri en eitt stafrænt markaðstól og leggjum áherslu á að byggja upp traustan grunn af viðskiptavinum. Dæmi um að treysta aðeins á eitt stafrænt markaðstól er eins og þegar mörg fyrirtæki treystu á fylgið sitt á Facebook. Þá voru fyrirtæki oft bara að leggja áherslu á gjafaleiki til að fá “like” við síðuna sína. Það kom svo að því að Facebook lækkaði „organic reach” niður í 2% á Facebook síðu. Á þessum tíma lentu margir í vandræðum vegna þess að birtingar til markhópsins hafði lækkað úr 100% af þeim sem líkuðu við síðuna niður í 2%. Við viljum ekki að einn stór miðill ráði hvernig við náum til viðskiptavina okkar. Það eru til fleiri svona dæmi eins og þegar Google hækkaði kostnað á birtingum um heilan helling.
Hér að neðan má sjá hluta af þeim auglýsingum sem voru í birtingu á síðasta ársfjörðungi 2020
Þessi árangur er gott dæmi um hvað samvinna, undirbúningur, aukin tengsl við viðskiptavini, skipulagt markaðsstarf, taktviss hönnun, eftirfylgni með markaðsáætlun og vel uppsettir stafrænir söluferlar geta skilað miklum árangri.
Við þökkum Búðin Decor fyrir frábært samstarf og setjum stefnuna en hærra á síðasta ársfjórðungi 2021
Skráðu þig á póstlista og við látum þig vita af nýjum fréttum frá okkur.