YouTube Ads – Lykill dagsins 6/7

Youtube ads eða YouTube auglýsingar, þetta fyrirbæri sem stendur stundum á milli þín og myndbandsins af sætum hundum og köttum að detta sem þú ert að reyna að horfa á. Í fyrsta sinn er það áhugavert, heilinn þinn skráir það hjá sér að þessi vara/þjónusta sé til en svo fer athyglin beint aftur að myndbandinu. Í næstu nokkur skipti sem þú sérð þessa auglýsingu þá fer hún kannski í taugarnar á þér en af einhverjum ástæðum nærðu henni ekki úr höfðinu á þér. Langdregin snerting, sama þótt hún geti látið þig andvarpa dýpra en þig hefði nokkru sinni grunað að væri mögulegt, gerir það að verkum að þú laðast að því. Ómeðvitað beinast hugsanir þínar að því og rannsóknir styðja það. Þær sýna fram á að þó að notandi „skippi“ auglýsingu þá er hann samt 10 sinnum líklegri til að heimsækja eða gerast áskrifandi á síðunni sem auglýst er. Ef notandinn klárar hins vegar auglýsinguna, eða horfir á a.m.k. 30 sekúndur af henni þá stekkur sú tala upp í 23. Notandinn er allt að 23 sinnum líklegri til að eiga einhvers konar samskipti við fyrirtækið þitt ef þú ert með flotta auglýsingu á Youtube. Þetta á grundvöll í nýjustu rannsóknum sem gefa til kynna að myndbandsauglýsingar á YouTube ná að halda athygli þinni í 2/3 (66,6666667%) af tímanum sem þær eru að spilast og hlutfallið er ennþá hærra í símum. Hlutfallið hríðlækkar hins vegar ef auglýsingarnar eru of langar og það sýnir okkur að það er best að halda þeim stuttum og áhugaverðum til að hámarka árangurinn.

Þú hefur að öllum líkindum tekið eftir því hvað hlutverk YouTube fer stækkandi með árunum og raunin er sú að 8 af hverjum 10 á aldrinum 18-49 ára horfir á YouTube mánaðarlega. YouTube og Google eru líka tvær vinsælustu leitarvélarnar á Internetinu í dag og það notfæra YouTube auglýsingar sér til fulls. Til að ákveða hvaða auglýsingar á að sýna hverjum notanda þá miðar YouTube við leitarsöguna þeirra á báðum þessum miðlum. Þetta þýðir að þegar þú býrð til auglýsingu á YouTube, þá er hópurinn sem þú getur einangrað og beint auglýsingunni þinni markvisst að sameinaður notendahópur þessarra tveggja leitarvélarisa. Mögulegi kúnnahópurinn þinn er því gríðarlega stór, þú þarft bara að kunna að beina auglýsingunum þínum að réttu aðilunum.

Snilldin við YouTube auglýsingar er sú að þú getur einangrað markhópana þína alveg eins og með Facebook auglýsingum nema YouTube rukkar bara fyrir hvert skipti sem einhver horfir á allt myndbandið þitt, eða allavega 30 sekúndur af því. Það þýðir að YouTube auglýsingar eru oft á tíðum ódýrari en samsvarandi Facebook auglýsingar. Og þú veist að þau eru að horfa á auglýsinguna þína, hvað annað ættu þau að gera við þessar nokkrar sekúndur en að horfa á skjáinn, annað hvort til að bíða eftir því að geta „skippað“ auglýsingunni eða bara til að vera ekki að horfa út í loftið? Jafnvel í versta tilfelli, þar sem notandinn stendur upp frá tölvunni og fer annað á meðan auglýsingin spilar þá getur hann ennþá heyrt í henni. Þess vegna er gott að hafa í huga að auglýsingin þín nái boðskapnum til skila bæði sjónrænt og hljóðrænt, til að hún nái jafnvel til mótþróagjörnustu notendanna.

Við erum ávallt til taks ef þú hefur áhuga eða spurningar.

Allar fyrirspurnir fara í gegnum: team@keyofmarketing.is

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND