LinkedIn, samfélagsmiðill fyrir fagfólk – Lykill dagsins 7/7

Fyrir þá sem eru ekki alveg með það á hreinu þá er LinkedIn samfélagsmiðill fyrir fagfólk. Hann leyfir þér að auka tengingar við aðra á atvinnumarkaðinum ásamt því að byggja upp þína vinnumöppu. Þetta hjálpar til dæmis mikið til við að auka samstarf við annað fólk eða önnur fyrirtæki sem eru að í sama bransa og þú og auðvitað líka til að leita sér að vinnu.

Auglýsingar á LinkedIn eru sérstakar á þann hátt að þú getur einangrað markhópana þína öðruvísi. Þú getur náð til einstaklinga út frá fyrirtækinu sem þeir starfa hjá, hvað iðnaði þeir vinna í, hvaða starfsstétt þeir eru í o.s.frv. Ertu með þjónustu fyrir fyrirtæki? Veldu framkvæmdastjóra, markaðsstjóra og sölustjóra í íslenskum fyrirtækjum og miðaðu auglýsingunni þinni bara að þeim. Ertu með vöru sem hentar fyrir fóstrur, lækna, tónlistarmenn, o.s.frv.? Miðaðu þá vörunni þinni bara að þeim. Þú getur auðvitað miðað auglýsingunum bara á fólk sem býr á ákveðnu svæði eða eftir aldri og kyni en einnig eftir stærð fyrirtækis sem þau vinna hjá og hvaða hæfileikum þau búa yfir. 

Einnig er hægt að miða auglýsingum eftir áhugamálum og búa til “lookalike groups“, hópum sem líkjast þeim sem versla nú þegar við þig.

Auglýsingar á LinkedIn eru vissulega dýrari en samsvarandi auglýsingar á öðrum samfélagsmiðlum en það er góð ástæða fyrir því. Allir sem eru inná LinkedIn eru þar af atvinnutengdum ástæðum. Þar eru allir í vinnuhugarástandi og auglýsingar á vöru eða þjónustu sem hjálpar þeim eða þeirra fyrirtæki ná því betur til þeirra.

Umfang LinkedIn fer ört vaxandi og fleiri og fleiri eru að notfæra sér þennan miðil til að byggja tengslanet sitt og koma sér betur á framfæri.

Einnig er gott að hafa í huga að LinkedIn styður ekki íslensku sem tungumál og slekkur oft á auglýsingum á tungumálum sem það þekkir ekki. Þú getur komist framhjá þessu með því að vera með myndband þar sem er talað á íslensku. Þá ertu líka að notfæra þér niðurstöður rannsókna sem sýna að þú getur aukið fjöldann sem smellir á auglýsinguna þína um allt að 160% bara með því að það er manneskja í auglýsingunni.

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND