Við fengum pakka frá Mailchimp

Key of Marketing Mailchimp partner

Á dögunum fengum við pakka frá Mailchimp fyrir þakkir á okkar samstarfi, við hjá Key of Marketing sérhæfum okkur í stafrænum söluferlum og þar með höfum við innleitt Mailchimp sem markaðstól fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja. Með stafrænum söluferlum og sjálfvirkni í samskiptum höfum við hjálpað fjölda viðskiptavina okkar að fanga inn nýja viðskiptavini og mynda sterk tengsl við markhópinn.

Á sama tíma höfum við  fjölgað viðskiptavinum Mailchimp á Íslandi og erum því fyrstu viðurkenndu samstarfsaðilar Mailchimp á Íslandi.

Litlir hlutir skipta máli

Mailchimp er framúrskarandi kerfi sem heldur fyrst og fremst utan um stafræna markpósta, Kerfið er með yfir 12 milljón notendur eða 60.51% markaðshlutdeild af þeim markaði þar sem næsti samkeppnisaðili er með 9.52% markaðshlutdeild.

Þetta er ekki að ástæðulausu en Mailchimp einfaldar okkur að senda persónuleg skilaboð á marga aðila í einu. Með því að ávarpa stóran hóp af fólki með nafni, mæla með vörum út frá kauphegðun einstaklings og sambærilega viðskiptavina, senda mismunandi skilaboð á sitthvorn markhópinn ásamt öðrum leiðum.

Mailchimp hjálpar okkur að kortleggja ferðalag viðskiptavina og byggja sjálfvirkar markaðsslóðir sem hjálpar okkur að byggja upp einstök tengsl við hvern og einn viðskiptavin.

Við getum litið á það þannig að kerfið gerir okkur kleift að innleiða neytendur í viðskipti þar sem við getum sent út mismunandi sjálfvirk skilaboð eftir hegðun og eftir því hvar neytandinn stendur í kaupferlinu.

Yfir 250 tengingar við Mailchimp

Mailchimp vinnur með flest öllum vinsælustu öppum og vefsíðukerfum heims sem hjálpar okkur að halda utan um gögn frá öðrum miðlum og forritum.

Mailchimp er alhliða markaðstól
Hægt er að senda tölvupóst, byggja upp lendingarsíður ásamt heilum vefsíðum, deila færslum og auglýsingum á samfélagsmiðla, búa til stafræn eyðublöð sem hvetur til skráningu á póstlistann okkar, hægt er að lesa meira um hvað hægt er að gera hér.

Mailchimp býður upp á app í símann sem er hentugt til að skanna inn nafnspjöld og byrja sjálfvirk samskipti.

Ef þú ert ekki nú þegar að byggja upp póstlista, mælum við með að smella hér og stofna aðgang á Mailchimp frítt í dag.

Key of Marketing Mailchimp partner
Ægir Hreinn Bjarnason og Oddur Jarl Haraldsson eigendur Key of Marketing

Þú mátt endilega hafa samband varðandi spurningar um Mailchimp og skrá þig á póstlistann hér neðst á vefsíðunni okkar.

Kær kveðja,
Key of Marketing

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND