Auglýsingastofan Key of Marketing hefur fært sig um set úr Ármúla 4 yfir í Bolholt 8. Framkvæmdum fer fljótlega að ljúka og erum við ótrúlega spennt að byrja að vinna í nýju umhverfi og taka á móti viðskiptavinum í kaffi.
Við ætlum að leigja út stök skrifborð í rýminu og er þetta kjörið tækifæri fyrir hönnuði, myndatökumenn eða aðra í svipuðum geira sem vantar flotta vinnuaðstöðu.
Áhugasamir mega vinsamlegast senda póst á team@keyofmarketing.is