Áramótabloggfærsla Key of Marketing, hugmynd vaknar, upphafið og fyrsta starfsárið

Gleðilega hátíð viðskiptavinir og lesendur.

Við í Key of Marketing viljum þakka fyrir frábært ár og óskum ykkar um leið gleðilegrar hátíðar.

Við höfum verið virkilega ánægðir með góðar móttökur á árinu og ekki hægt að segja annað en árið hafi verið viðburðaríkt og skemmtilegt í alla staði. Við höfum unnið með mörgum frábærum fyrirtækjum, viðskiptin hafa vaxið hratt og við fengið að takast á við ansi fjölbreytt og skemmtileg verkefni og kynnst mikið af skemmtilegu fólki.

Oddur Jarl og Ægir Hreinn

Upphaf Key Of Marketing

Fyrirtækið okkar Ægis Hreins Bjarnarsonar, Key of Marketing er stofnað á haustmánuðum 2018, við Ægir kynntumst þegar við vorum að vinna saman. Við fórum svo samhliða því að vinna í verkefnum tengdum markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Við vorum mest að vinna með sölusíður þar sem við seldum vörur út um allan heim. Allar þær vörur sem við seldum voru fáanlegar inn á öðrum vefsíðum fyrir lægra verð og þurftum við að vera með skapandi aðferðir og hugmyndir til þess að fá fólk til þess að versla við okkur frekar en samkeppnisaðilana.

Oddur Jarl Key Of Marketing

Hugmyndin

Hugmyndin að stofna Key of Marketing kom þegar ég var að vinna fyrir Leanbody en þau voru styrktaraðilar mínir, því ég stunda motocross og keppi í meistaraflokki karla. Þau báðu mig að sjá um að Facebook og Instagram auglýsingar fyrir þau og byrjaði ég á því í janúar 2018, það gekk vonum framar sem spurðist svo út og fleiri fyrirtæki fóru að hafa samband.

Key Of Marketing

Nafnið

Ég sá strax tækifæri á þessum markaði og fór strax að hugsa um nafnið á fyrirtækinu.

Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að nafnið eigi helst að lýsa starfsemi fyrirtækisins en þá losnar maður við markaðskostnað sem fer í að útskýra hvað það er sem fyrirtækið gerir. Key Of Marketing varð fyrir valinu en hugsunin á bak við nafnið er að aðal starfsemi og stefna fyrirtækisins er að leysa núverandi vandamál sem er að mínu mati lykill að markaðssetningunni. Í ágúst 2018 lagði ég undir Ægi hvort að hann hefði ekki áhuga á því að koma til liðs með mér og gera eitthvað meira úr þessu. Ægir samþykkti það mér til mikillar gleði!

árangur með auglýsingum á samfélagsmiðlum

Markaðurinn kallar eftir okkar þjónustu

Í dag er stór hluti fyrirtækja á íslenskum og erlendum markaði að færa sig úr prenti yfir í stafræna markaðssetningu en þar er liggur einmitt sérþekking Key Of Marketing. 

Við ráðleggjum, hönnum, áætlum og hjálpum fyrirtækjum að bæta markaðsstöðu sína á stafrænum miðlum.

Markaðurinn kallar eftir þessari þjónustu þar sem í dag eru mörg fyrirtæki sem eru ekki að fullnýta krafta samfélagsmiðla.

Í lok október 2018 stofnuðum við kennitölu, byrjuðum að leigja skrifstofuhúsnæði og settum alla okkar athygli á fyrirtækið.

Til að byrja með var þjónustan sem við buðum upp á umsjá með auglýsingum á samfélagsmiðlum og námskeið í auglýsingakerfi Facebook og Instagram.

Námskeiðið gekk vonum framar og var svo eftirsótt að við héldum 6 námskeið til viðbótar yfir árið.

Markaðsáætlun

2019 hefur verið lærdómsríkt

Þetta ár hefur verið ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt Við höfum verið duglegir að afla okkur þekkingar, tekið ýmis konar námskeið og mætt á alls kyns viðburði og haldið okkur á tánum varðandi allt það nýjasta sem er að gerast í þessum fræðum. Við höfum ávallt sett okkur markmið og unnið stíft að ná þeim. Markmiðasetning hefur hjálpað okkur ná þeim árangri sem við höfum náð. Fyrirtækið hefur vaxið hratt þetta ár og  höfum við unnið með um 60 fyrirtækjum. Á þessu rúma eina ári höfum við stækkað við okkur tvisvar þar sem við höfum bætt við okkur starfsmönnum. Við vinnum saman sem sterkur hópur. Við leggjum mikið upp úr góðum starfsanda og að hafa gaman að öllum þeim skemmtilegu verkefnum sem takast þarf á við.

Í dag bjóðum við upp á margar þjónustuleiðir eins og grafíska hönnun, myndbandsgerð, vefsíðugerð, markaðsáætlanir, birtingaáætlanir o.fl., við vinnum margt af því sjálf og annað með verktökum,

Key Of Marketing Fyrirlestur í Háskóla Íslands

Við hlökkum til ársins 2020

Við hlökkum til ársins 2020 og að takast á við öll þau skemmtilegu, krefjandi og fjölbreyttu verkefnum sem bíða handan hornsins.

Markmiðasetning er mikilvæg og enn mikilvægara er að geta fylgt henni eftir. Ef þú setur þér ekkert markmið eru allar líkur á því að þú náir ekki markmiðum þínum.

Gleðilegt nýtt ár, vonandi gangi þér sem allra best með þín markmið fyrir árið 2020.

Bestu kveðjur,

Oddur Jarl Haraldsson

oddur@keyofmarketing.is

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND