Vertu hreinskilin! Er þetta að virka?

Vertu hreinskilin: er reksturinn þinn að ná einhverjum alvöru árangri í markaðssetningu á samfélagsmiðlum? Eða ertu bara að fá likes, fólk að fara inn á síðuna og nokkrir að hafa samband, en í raun veistu ekki nákvæmlega hvort þú sért að græða eða tapa á markaðssetningu á samfélagsmiðlum?

Það er auðvelt að mæla arðsemi ef þú ert að mæla sölur, en þá sérðu arðsemina svart á hvítu.

Arðsemi (Return On Investment) er það hlutfall á milli þess sem þú eyðir í auglýsingar og það sem þú færð úr þeim. Eins og ef þú eyðir 5.000kr í auglýsingar og selur fyrir 50.000kr þá er arðsemin (ROI) 10.

En það getur verið mjög erfitt að mæla arðsemi ef markmiðið er að fá fólk til að gefa netfang, fara inn á síðuna, lesa grein eða ef það er bara vörumerkjavitunda (brand awareness) auglýsing til að láta vita af sér.

Þá getur verið algjör giskleikur hvort þú sért að ná einhverjum árangri.

Mjög margir eru ekki að fá það sem þau vilja fyrir peninginn og enn færri geta mælt niðurstöður.

Markaðssetning á samfélagsmiðlum er miklu dýpri en að ýta á boost post og vona það besta.

Hér eru nokkrir hlutir sem unnt er að skoða til að vita hvort markaðssetning á samfélagsmiðlum sé að virka hjá þér og þínum rekstri:

1. Hvert er markmiðið með auglýsingunni/markaðssetningunni?

Fyrst er gott að finna markmiðið með auglýsingunum í staðinn fyrir að auglýsa bara til að vera að auglýsa. Markmið geta t.d. verið að stækka email lista, fá fólk inn á síðuna, kaupa vöru, hafa samband, fá fólk í búð, fá likes á póst, fá likes á Facebook síðu, fá followers á Instagram, bæta ímynd reksturs, auglýsa eitthvað nýtt á heimasíðu eða eitthvað annað.

2. Finna út hversu mikið útkoman er virði

Þegar þú ert búin að finna markmið þá þarftu að finna út hversu mikið útkoma þess markmiðs er virði. Þetta getur verið það flóknasta við ferlið, en ef þú setur smá púður í það, ættir þú að ná að komast ansi nálægt því. Sem dæmi má nefna ef þú ert að safna email-um þá en ert ekki með beina sölusíðu, þá verður þetta smá stærðfræðidæmi. En samkvæmt Mailchimp þá er smellitíðni (click rate) 1-5% á tölvupóstum frá fyrirtækjum og fer það eftir hvaða markaðshóp þú ert með. En samkvæmt þessu þá þarf að safna 20-100 netföngum til að fá einn til að smella á tölvupóst sem þú sendir. Þá þarf að finna út hvað hver heimsókn inn á síðuna er mikils virði. Ef þú ert með fréttavef eða blogg og færð segjum 45kr fyrir hverja heimsókn inn á síðuna. Þar er smellitíðnin 4.55% og þarf þá 22 til að skrá sig á lista og segjum að þú sendir 2 tölvupósta á mánuði í ár. Á því ári ertu að græða 1.080kr á þessum 22 einstaklingum sem skráðu sig. Samkvæmt þessu er hver skáning 49kr virði. Segjum svo að hver email skráning kosti þig 30kr í augslýsingum og þá er arðsemin á auglýsingunni 1.63 fyrir árið, en þú átt alltaf þennan email lista og arðsemin verður þá alltaf meiri eftir því sem tímanum líður.

Ef markmiðið er að bæta ímynd reksturs, þá er það aðeins flóknara reiknidæmi en hægt er þá að setja flest allt inn í myndina eins og likes á Facebook síðu, reviews á Facebook síðu, Instagram followers, hversu margir fara inn á síðuna og margt fleira, og fer það svolítið eftir hverju atviki fyrir sig hvernig það er reiknað.

3. Spyrja er ég að græða á þessu. Ef ég er að tapa á þessu núna get ég haldið áfram að tapa á því og mun ég græða á því í framtíðinni.

Ef arðsemin er yfir 1 þá þarf ekki að skoða það betur og þá er þetta að virka. Nema ef um er að ræða vörur þá kemur vörukostnaður inn í það en arðsemin hjá okkur er oftast yfir 10 og fer alveg upp í 100, þannig ef um sölusíðu er að ræða þá reynum við að halda öllum auglýsingum yfir 10.

Hér er dæmi um arðsemi á sölusíðu sem við erum að auglýsa fyrir.

Ef arðsemin er minni en 1 þá þarftu að spyrja hvort þetta sé að borga sig til lengri tíma og taka ákvörðun miðað við það og það er matsatriði að hverju sinni.

Það er ekki endilega raunhæft að búast við 10 ROI fyrir ný fyrirtæki og þarf þá að hugsa að “branding” áður en að stefnt er á beinar sölur í gegnum auglýsinguna.

4. Get ég séð um þetta sjálfur eða þarf ég að láta fagmann sjá um þetta.

Ef þú svaraðir neitandi við síðustu spurningu um hvort þú sért að græða á þessu með því að gera þetta sjálf/sjálfur þá er það besta í stöðunni að láta fagmann sjá um þetta, því þetta er mjög flókið!

Ef þú svaraðir játandi við þá er næsta spurning:

Hef ég tíma?

Ef já, þá er það bara flott, ef ekki þá er kominn tími til að láta fagmann sjá um auglýsingar á samfélagsmiðlum fyrir þig og reksturinn!

Endilega hafðu samband ef þú svaraðir einhverri spurningu neitandi:

aegir@keyofmarketing

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND