Við erum nú fluttir í Ármúla 4-6

Þú ert velkomin að kíkja við!

Magga og Magnús kíktu í kaffi en fengu sér ekki kaffi því við gleymdum að bjóða þeim.💩

Hjónin Sigurlín Margrét og Magnús eru mjög hugmyndarík og reka sem dæmi fyrirtækið Deaf Iceland Tours ásamt Steinunni og Trausta.

Deaf Iceland er skemmtilegt fyrirtæki þar sem þau gera ferðir fyrir heyrnarlausa ferðamenn einfaldari og skemmtilegri.
Þar sem áherslan er að bjóða upp á skemmtilegar ferðir um allt Ísland með leiðsögumanni sem kann táknmál.

Í dag vinnum við að mörgum verkefnum í samstarfi með þeim sem við munum segja nánar frá á næstu dögum.

Þið eruð velkomin aftur í kaffi, ég lofa að bjóða ykkur upp á heitt kaffi næst. 😂😅
-Svona er það you live and learn. Hér fyrir neðan sjáið þið myndband frá ánægðum viðskiptavin Deaf Iceland

https://www.facebook.com/watch/?ref=external&v=1812241815557897

Ármúli 4-6

Það var kominn tími til að finna okkur betri vinnuaðstöðu, við skoðuðum skrifstofur á nokkrum stöðum en við litum varla við öðrum aðstöðum eftir að við fengum að taka túr í hérna í Ármúlanum.

Hvers vegna?

Þetta hentar okkur vel þar sem við erum með móttöku, mjög flottan veitingastað inn í húsinu og við fáum auðvitað aðgang að flottum fundarherbergjum. Í komandi framtíð ætlum við að vera með námskeið þar sætafjöldin verður allt að 50 manns.

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND