Kristín er frábær og samstarfið líka

Kristín Stefánsdóttir rekur verslunina No Name Studio í Garðatorgi, No Name Studio býður upp á persónulega þjónustu, fjölbreytt úrval snyrtivara og vandaðan fatnað fyrir konur á öllum aldri og í öllum stærðum.

Áður en við hófum samstarf hafði Kristín verið virk á Facebook síðu fyrirtækisins en hún hefur birt reglulega kennslumyndbönd sem hafa vakið mikla athygli á Facebook þar sem Kristín snyrti- og förðunarmeistari kennir góð ráð varðandi heilsu og útliti.

Fyrirspurnir fóru að aukast á Facebook, þar sá hún tækifæri og í raun nýja sölurás sem gæti nýst fyrirtækinu. Í framhaldi sótti Kristín námskeið hjá Key of Marketing í markaðssetningu á Facebook og Instagram í byrjun 2019.

Eftir að hafa setið námskeið hjá okkur sá Kristín þá möguleika sem Facebook og Instagram hefur upp á að bjóða fyrir No Name Studio og gerði sér grein fyrir þeim tíma ásamt flækjustigi sem fer í að birta áhrifaríkar auglýsingar á þessum miðlum.

Kristín bókaði fund með okkur varðandi áframhaldandi samstarf þar sem við komum með að sjá um áætlanir, efnissköpun, ráðgjöf, vefsíðugerð, fjölpósta, birtingar á samfélagsmiðlum og margt fleira. Við höfum við verið í frábæru samstarfi síðan.

Við erum þakklát fyrir að fá að vinna með frábærum viðskiptavinum eins og henni Kristínu.

Hafðu samband

team@keyofmarketing.is

Sími: 5198191

Skráðu þig á póstlistann okkar! – Skrá mig

Key of Marketing

Alhliða auglýsingastofa

Sérhæfing

Stafræn markaðssetning

Grafísk hönnun

team@keyofmarketing.is

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND