Ert þú vakandi fyrir breytingum?

Breyttar aðstæður

Í ástandinu í dag sést einstaklega vel hvað hlutir og kringumstæður geta breyst mikið á skömmum tíma. Hefðir og lifnaðarhættir þurfa að aðlaga sig ört að breyttum aðstæðum. Miklar breytingar geta haft áhrif á samfélög og það getur haft í för með sér stress, neyð og pólitíska spennu. Það á bæði við innanlands og á alþjóðavettvangi. 

Tækniframfarir hafa áhrif

Tækniframfarir hafa haft mikil áhrif á það hvernig við lifum og vinnum í dag. Tengingar á milli einstaklinga, fyrirtækja og markaðsins hafa aldrei verið jafnörar og í raun jafnauðveldar og nú. Í gegnum þennan faraldur hefur veraldarvefurinn komið í stað margs þess sem áður var unnið gegnum bein samskipti tveggja eða fleiri aðila. 

Verslun, samskipti milli ástvina, vinnufélaga, ráðstefnur og fundir. Allt hefur færst á netið og jafnvel eftir að samskiptatakmörkunum líkur munum við horfast í augu við breyttan heim þar sem þessir hlutir verða í mun meiri mæli en áður unnir gegnum vefheima.

Fyrirtæki og framleiðendur

Fyrirtæki og framleiðendur þurfa að vera á tánum og vera reiðubúnir að bregðast hratt við. Þáttur í því er að fara reglulega yfir markaðsáætlanir og vera vakandi gagnvart bæði nýjum tækifærum sem myndast sem og ógnum sem kunna að steðja að.

Oddur Jarl markaðsstjóri Key of Marketing kennir fjarkennslu á vegum Prómennt

Hvernig ætlar þú að bregðast við? 

Hér má sjá Odd Jarl, framkvæmdastjóra Key of Marketing í sóttkví að kenna stafræna markaðssetningu í fjarkennslu á vegum Promennt

COVID-19 hefur haft mikil áhrif á mörg fyrirtæki, virkilega slæm áhrif fyrir sum en góð fyrir önnur. Þar skipti í mörgum tilfellum sköpum hversu hratt fyrirtæki náðu að aðlaga sína starfsemi eftir aðstæðum. 

Gott dæmi um fyrirtæki sem aðlagaði sig hratt og vel eftir aðstæðum í samfélaginu er Promennt. Promennt er skóli sem býður m.a. upp á námsbraut í sölu-, markaðs- og rekstrarnámi. Þar sem það var óæskilegt fyrir nemendur og kennara að mæta í skólastofuna á þessum tímum var tekin sú ákvörðun að öll kennsla færi fram á netinu í staðinn. Þar kom tæknin vel að notum og var algjört lykilatriði í lausninni. 

Aðrar lausnir

Sumir hafa fundið aðrar lausnir. T.a.m. hafa margir veitingastaðir og netverslanir tekið upp á því að bjóða upp á fría heimsendingu til að mæta þörfum kúnna sinna og viðhalda viðskiptum. Þar af eru mörg fyrirtæki sem buðu ekki upp á heimsendingu áður fyrr. Aðrir eru að uppfæra sínar vefsíður og gera þær notendavænni. Maður verður því að hafa augun opinn fyrir nýjum möguleikum.

Verum vel undirbúin 

Það er ekki að ástæðulausu sem það er ráðlagt af rekstraraðilum að setja sér markmið og uppfæra þau reglulega eftir aðstæðum og fylgja þeim eftir með aðgerðaráætlunum. Það síðarnefnda á það til að gleymast, sem leiðir til þess að það er ólíklegt settum markmiðum sé náð. 

Tökum sem dæmi að þú ætlir að koma þér í betra líkamlegt form fyrir sumarið. Þú kaupir æfinga- og matarprógram til þess að fylgja og færð ýmsar gagnlegar ráðleggingar frá þjálfara. Þú sleppir því svo að gera æfingarnar og borðar ekki eftir planinu. Þú ert með allt sem þú þarft fyrir framan þig en gleymir að fylgja því. Líkurnar á því að þú náir þínu setta markmiði eru afskaplega litlar. 

Þess vegna er eftirfylgni og uppfærsla á markmiðum svo mikilvæg. Það gegnir litlum tilgangi að vera með gríðarlega flott plan ef eftirfylgnin er engin.

Að vera með markaðsáætlun og uppfæra hana reglulega ásamt því að vinna eftir aðgerðaráætlun er lykilatriði þegar kemur að því að ná settum markmiðum. Skráðu fastan tíma í dagatalið þar sem stjórnendur hittast mánaðarlega í þeim tilgangi að fara yfir markaðsáætlunina og samræma næstu aðgerðir og megináherslur. Þá eruð þið með góða yfirsýn á tækifærum og aukið líkurnar á að eftirfylgnin sé til staðar til lengri tíma. 

Ert þú vakandi fyrir breytingum?

Skráðu þig á póstlistann okkar og vertu vakandi!

Skrá mig

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND