Sala í vefverslun
Þegar við erum að selja vöru á netinu þá skiptir máli að hugsa söluna frá byrjun til enda. Frá því að áður en fólk sér auglýsinguna og þangað til það kaupir.
Við verðum að hugsa um hver markhópurinn sé. Eru þetta hundaeigendur eða kattaeigendur? Eins og ég segi í myndbandinu þá er miklu áhrifaríkara að nota mynd af hundi til að selja hundaeiganda vöru og mynd af ketti til að selja kattaeigendum.
Hvaðan kemur markhópurinn? Kemur hann frá Google og er hann að leita að einhverju ákveðnu eða er hann að skrolla á Facebook. Það getur skipt miklu máli hvort við þurfum að sannfæra fólk um að það þurfi vöruna okkar eða hvort það sé að leita að henni nú þegar.
Ef við erum að selja skrifborðsstól sem er góður fyrir bakið og fólk er að skrolla á Facebook og við miðum auglýsingunni að þeim sem eru að glíma við bakvandamál, þá þurfum við fyrst að sannfæra fólk um að það þurfi góðan skrifborðsstól til að leysa bakvandamálið áður en við seljum þeim hversu góður stóllinn er. Ef fólk googlar ,,skrifborðsstóll fyrir bakveika” þá þurfum við ekki að byrja að selja þeim að þau þurfi skrifborðsstól. Þá byrjum við bara á að selja hversu góður skrifborðsstóllinn er.
Ef við erum að selja námskeið og erum með auglýsingu á Youtube eða Facebook, þá þurfum við fyrst að selja fólki af hverju það þarf á námskeiði að halda og síðan selja þeim að okkar námskeið sé málið. Ef fólk leitar að alveg eins námskeiði á Google og við bjóðum upp á, þá þurfum við aðeins að selja þeim af hverju okkar námskeið sé best.
Ertu að selja ímynd frekar en gæði? Fólk verslar ekki Rayban gleraugu vegna þess að plastið í þeim er svo sterkt, fólk er að kaupa sér ákveðna ímynd.
Það er mjög gott að eyða smá tíma í rannsóknarvinnu og styðjast við t.d. Google trends til að sjá hverjir leitast eftir þinni vöru.
Hundaólar
Tökum hundaól með LED ljósi sem dæmi en þessi vara gjörsamlega tröllreið netsölu með Facebook og Instagram auglýsingum á tímabili og var meðal vinsælustu vörum hjá þeim sem eru í dropshipping.
Þessar ólar seldust fyrir milljónir dollara og var mikil samkeppni í sölu á þessum hundaólum en þeir sem náðu árangri settu einfaldlega meiri vinnu í greiningu og sölu.
Hver er varan?
Hundaól, hundurinn er meira töff, fær meiri athygli og sést í myrkri.
Til þess að vekja athygli á vörunni þá getum við googlað hvað deyja margir hundir árlega í bílslysi.
Kemur í ljós að milljónir hunda deyja árlega í bílslysi að kvöldi til.
Hver er markhópurinn?
Varan hentar fyrir bæði hunda og ketti. Við ætlum að miða auglýsingunni að hundaeigendum, þar sem texti, mynd og lendingarsíða á betur við hundaeigendur.
Af hverju þarf fólk vöruna?
Nú breytist ástæða fyrir kaupum úr því að hundurinn fær flotta hundaól yfir í að hundaeigandi getur bjargað lífi hundsins ef hann verslar þessa vöru.
Þessi auglýsing myndi ekki hitta í mark: Latur söluaðili með enga sköpunargáfu:
Million dollar söluaðili:
Það þarf auðvitað að huga að mörgu öðru þegar kemur að sölu á netinu en það er ágætt að hafa þetta á bakvið eyrað.
Fyrirspurnir fara í gegnum: team@keyofmarketing.is