Ekki hræðast email marketing!
Það er ástæða fyrir því að fólk skráir sig á póstlistann þinn. Annað hvort hefur það keypt vöru eða þjónustu af þér áður eða skráð sig sjálfviljugt á listann.
Ef fólk vill ekki vera á listanum þínum, þá einfaldlega skráir það sig bara af honum, en af okkar reynslu þá eru fáir sem skrá sig af póstlista sem sent er reglulega.
Það þarf samt að hafa í huga að spamma ekki listann of mikið, en ekki samt vera hrædd við að senda of oft.
Það er í lagi að senda eins oft og þú vilt, það þarf bara að passa að vera að senda ekki alltaf það sama.
Ef þú sendir tölvupóst á póstlistann þinn á hverjum degi og ert alltaf með eitthvað nýtt og spennandi að tala um, þá er það í góðu lagi.
Eins og ég sagði í myndbandinu hér að ofan þá ertu kostir þess að nota email marketing þessir:
- Ókeypis markaðssetning. Það kostar ekkert að senda email þannig þú ert í rauninni að markaðssetja þig og þitt fyrirtæki frítt!
- Eykur hagnað. Þetta er einnig mjög góð leið til að auka hagnað. Þetta er mjög heitur hópur sem þú sendir á og er líklegur að versla meira við.
- Bætir tengsl við viðskiptavinina. Ef þú sendir reglulega fræðandi efni, upplýsingar um fyrirtækið og tilboð, þá bætir það tengsl við viðskiptavinina þína og þú heldur fyrirtækinu í undirmeðvitundinni hjá þeim.
Hvernig forðumst við að fjölpósturinn “spam” möppunni?
Það er ekkert skemmtilegt við það að vinna lengi að flottum tölvupósti sem þú ætlar að senda á tölvupóstlistann sem þú ert búinn að vera að safna á og svo lendir fjölpósturinn í “spam” möppunni.
Fjölpósturinn lendir svo í spam möpppunni og heitasti markhópurinn þinn sér ekki póstinn! 😡😡
Við hjá Key Of Marketing erum með nokkur ráð við þessu.
- Ekki senda út mail sem líta út eins og “spam” póstur
- Ekki nota svokölluð “spam trigger” orð í titli eða lýsingu t.d. bonus, prósentutölur 100% o.fl
- Ekki nota bara stóra stafi “ÚTSALA” í titli
- Hreinsaðu listann þinn! Ef þú ert með tölvupósta sem eru ekki virkir lengur. ISP tekur eftir því ef að margir póstar sem þú sendir út “bounca”
- Þú græðir ekkert á því að vera með einhvern á listanum sem langar ekki að vera þar. Það getur verið sniðugt að notast við “double opt in”. Það virkar þannig að þegar viðskiptavinur skráir sig á listann fær hann senda tilkynningu til þess að samþykkja að vera á listanum.Það getur verið sniðugt að láta fólk vita hversu oft þið sendið póst frá ykkur til þess að láta vita hvað fólk má búast við þegar að það skráir sig á listann ykkar, þessar upplýsingar geta fylgt “welcome” póstinum.Með þessu færðu fólk á listann sem virkilega vill vera á honum.
- Ekki kaupa lista og senda á hann, þú endar með því að senda fullt af póstum á óvirk netföng og persónuvernd gæti bankað upp á.
- Gerðu fólki auðvelt að skrá sig af listanum, ef fólk vill ekki fá póst frá þér þá er hætta á að fólk tilkynni þig sem “spam” og þú hagnast lítið á því.
- Vandaðu þig við fjölpóstana og sendu efni frá þér sem fólk vil opna og lesa.
- Sendu prufu póst áður en þú sendir á allan listann til að gá að því hversu líklegt er að pósturinn þinn endi í “spam”. Hér eru linkar á þjónustu sem kostar ekki neitt: www.isnotspam.com & mail-tester.com