Vilt þú stækka póstlistann þinn og fá símanúmerið hjá fólki sem hefur áhuga á þjónustunni þinni?
“Lead generation” er mjög áhrifarík leið til að stækka póstlistann og fá símanúmer hjá fólki sem er líklegt að versla af þér vöru eða þjónustu.
Hvað er lead generation?
Lead generation er það ferli að finna fólk (leads) sem er líklegt að gerast viðskiptavinur þinn, annað hvort núna eða í framtíðinni. Þegar að þessir aðilar skrá sig á lista hjá þér getur byrjað viðskiptasamband.
Við náum í þetta fólk með því að nota Lead auglýsingu. Hægt er að sjá í myndbandinu hér að ofan hvernig Lead auglýsing virkar.
Svona lítur Lead auglýsing út:
Ef þú ert með stærri vöru eða þjónustu sem fólk er líklegast ekki að fara að versla á netinu, þá er mjög gott að safna netföngum og símanúmer og fylgja síðan eftir með því að hafa samband við viðkomandi.
Hugsaðu þér að setja Lead generation auglýsingu í gang á föstudegi og mætir síðan í vinnunna á mánudegi með lista af fólki sem er líklegt að byrja að stunda viðskipti við þig núna eða í framtíðinni. Eða að vera með 10.000 manns sem hafa áhuga á þinni þjónustu á póstlista.
Dæmi um hvenær sé gott að nota Lead auglýsingu:
- Ef þú ert að halda námskeið
- Ef þú ert með áskriftarþjónustu þar sem fólk er að borga mánaðarlega (líkamsrækt, skrifstofuleiga, fjarþjálfun, sjónvarpsþjónusta og fleira)
- Ef þú ert með netverslun og vilt safna á póstlista
- Ef kúnnarnir þínir eru fyrirtæki (B2B)
- Ef einhver hluti af söluferlinu inniheldur að hringja í kúnnann
- Ef þú vilt safna á lista til að senda út sms með tilboðum og nýjungum
Aðrar áhrifalíkar leiðir til að safna leads:
- Biðja þá sem versla við þig um netfang
- Að það sé hægt að haka í að skrá sig á póstlista þegar fólk verslar af heimasíðunni þinni
- Bjóða fólki að skrá sig á póstlista neðst á heimasíðunni
- Mæta á viðburði og fá nafnspjöld hjá fólki
Fyrirspurnir fara í gegnum: team@keyofmarketing.is