Play Video

Verkfæralausnir

Stoltir styrktaraðilar Arons

Verkfæralausnir er vefverslun sem selur fjöldan allan af verkfærum.

Markmið
Samkeppnin er mikil og risarnir í samkeppninni með mikla fótfestu á markaðnum og Verkfæralausnir vilja bita af kökunni.
Lausn
Við ákváðum að beina þessari herferð að minni en nánast ósnertum og tryggum markhópi.
Kökusneiðin sem varð fyrir valinu var torfærumótorhjóla iðkendur.
Þessi markhópur verslar meira af verkfærum heldur en meðaljón og bíður upp á skemmtilega möguleika í efnissköpun.

Herferð
Til að tengjast markhópnum fengum við sjöfaldan Íslandsmeistara á torfæruhjólum, Aron Ómarsson til liðs við okkur.

Aron hefur spilað stóran þátt í uppbyggingu íþróttarinnar á Íslandi síðastliðin 20 ár eða frá því að hann byrjaði að hjóla.

Aron hefur keppt út um allan heim þar á meðal í erfiðustu keppni heims, stofna íþróttafélag, verið með þjálfun fyrir byrjendur og lengra komna. Ásamt því er Aron búinn að vera fyrirliði íslenska landsliðsins og er í dag liðstjóri íslenska landsliðsins og situr í stjórn Mótorsportssambandi Íslands.

Hann virkur á samfélagsmiðlum þar sem hann sýnir frá æfingum og viðgerðum. Einnig á vel við að Aron er handlaginn þar sem hann starfar sem flugvirki og notar þar með verkfæri frá Verkfæralausnum í daglegu lífi ásamt því gerir hann við hjólin sín sjálfur.

Það lá vel fyrir að velja akursíþróttasvæðið Sólbrekku sem tökustað.
Þeir sem þekkja til Arons vita að þetta er hans heima braut.
Sólbrekka er líklega elsta motocross braut landsins þar sem hann tók stóran þátt í uppbyggingu.
Á svæðinu er gamalt gagnaver sem gefur svæðinu töff mynd, þessi tökustaður smell passaði.

Skilaboðin eru að Verkfæralausnir eru stoltir styrktaraðilar Aron Ómarssonar og að íslandsmeistarinn sjálfur notar verkfæri frá Verkfæralausnum.

Í myndböndum sem við framleiddum fyrir herferðina segir Aron frá ferlinum sínum, hversu mikilvægt það er að vera með góð verkfæri fjarri byggð og einnig fer hann yfir hvernig má fara að því að skipta um afturgjörð.
Efnið var svo klippt niður í mismunandi útgáfur.

Dreifing
Efninu var dreift vítt um samfélagsmiðla, á íslenska fréttamiðla og sjónvarp.

Hér að neðan má sjá efnið sem við framleiddum fyrir herferðina

Play Video
Play Video
Play Video
Play Video

Hér að neðan er hrátt og skemmtilegt "Behind the scenes" myndband

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND