Key of Marketing setur upp og stýrir mismunandi verkefnum sem viðkemur forritun. Sérfræðingar á sínu sviði blómstra saman og eru verkefnin unnin bæði af starfsfólki okkar ásamt framúrskarandi forritunarfyrirtækjum.
1.
Notendaviðmót
Við hjálpum til við að koma þínum skilaboðum á framfæri í gegnum þitt stafræna svæði. Það einfaldar fyrir viðskiptavinum að nálgast upplýsingar og taka ákvörðun í átt að kaupum. Þess vegna viljum við greina hvaða markhóp við viljum ná til, á hvaða miðlum markhópurinn er og hvernig hann talar.
2.
Netverslun
Við erum með mikla reynslu í netverslun og undantekningalaust höfum við náð að auka sölu á þeim vefsíðum sem við höfum endurbætt. Okkar markmið er að auka viðskiptahlutfall (e. conversion rate) hjá þeim sem koma inn á síðuna, auka virði hvers viðskiptavinar og gera netverslunina eins einfalda og hægt er. Þess vegna verður Shopify oftar en ekki fyrir valinu fyrir netverslanir þar sem þeirra markmið eru í takt við okkar ásamt því að vera einfalt í uppsetningu. Við erum samstarfsaðilar Shopify og getum gefið þeim sem hafa áhuga á 14 daga prufutímabil án kostnaðar, til þess þarf að skrá sig í gegnum þennan hlekk. Endilega prófaðu að fikra þig áfram en við mælum hiklaust með að fá sérfræðinga eins og okkur til að fara yfir síðuna áður en hún fer í loftið.
3.
Upplýsingasíður
Fyrir þau fyrirtæki sem eru ekki í netsölu og meirihluti viðskiptavina eru að mestu leiti önnur fyrirtæki þá eru ákveðnar leiðir notaðar til þess að fá ný viðskipti.Við smíðum sérsniðna vefi fyrir þessa aðila þar sem hönnun og forritun er teiknuð upp frá grunni eftir markmiði vefsíðunar.