hönnun á veggskreytingu

Stóru-Vogaskóli

Hönnun á tímalínu

Tímalínan samanstendur af 150 ára samfelldu skólahaldi hjá grunnskólanum í Vogum, Stóru-Vogaskóla.

Tímalínunni er skipt niður í sextán hluta þar sem hver hluti táknar einn ártug. Hver áratugur er ýmist litaður gulur, rauður eða blár, en það eru litir skólans. Tímalínan er hönnuð í svokölluðum ísómetrískum hönnunarstíl.

Sá stíll snýst um að koma myndefni á framfæri með því að teikna þrívídda hluti á tvívíddu plani. Upplýsingarnar eru lagðar í tímaröð með línum í samræmi við litinn, sem eru áratugarnir.

Eins var leitast við að teikna upp hús og bíla þess að sýna áhorfendum hvernig byggingarnar líta út á hverjum tíma fyrir sig.

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND