Stafrænir söluferlar

Stafrænir söluferlar

Það getur verið mikil vinna að slípa saman stafrænt söluferli sem virkar. Við viljum sýna rétta markhópnum réttu vöruna á rétta augnablikinu í kaupaferlinu. 

Það þarf að vera meðvitaður um það að kringumstæður geta breyst á stuttum tíma og því þarf að halda vel utan um það og vera virkur í að slípa ferlið regulega og fylgjast mjög náið með því.

Greining á markhópum

Varan eða þjónustan er meira miðuð til sumra og er því mun auðveldara að fá þá aðila til að versla við okkur. Við viljum ekki eyða óþarfa fjármagni í þá sem hafa ekki áhuga á að versla við okkur og hafa í raun enga þörf fyrir okkar vöru eða þjónustu. 

Þess vegna viljum við greina hvaða markhóp við viljum ná til, á hvaða miðlum markhópurinn er og hvernig hann talar.

Markaðstrektin

Markaðstrektin skiptist í 6 skref sem segja til hvar kaupandi er í kaupferlinu. 

Skrefin skiptast á þennan máta:

·      Vitund

·      Föngun

·      Kaup

·      Stækkun á sölunni

·      Endurnýjun & framlenging á samstarfi

·      Viðskiptavinur elskar og dáir vöruna

Kortlagning ferðalags viðskiptavinar í gegnum söluferlið

Við viljum kortleggja ferðalag viðskiptavina í gegnum söluferlið. Það gerir manni kleift að senda rétt skilaboð á rétta augnablikinu til að hvetja til kaupa. Það leiðir til söluaukningar án þess að skerða vörumerkjaímyndina.

Hafðu samband

Ármúli 4-6
108 Reykjavík

Netfang: team@keyofmarketing.is
Sími: +354 5198191