Þjónusta

Skipulagt markaðsstarf

Þegar við byrjum að vinna fyrir þig er okkar krafa að við fáum að kynnast fyrirtækinu og fáum innsýn í markaðsstarfið. Ef ekkert skipulag er nú þegar á markaðsstarfinu vinnum við markaðsáætlun í samvinnu með þér. Misjafnt er hvernig greiningin er unnin og fer hún eftir umfangi verkefnisins. Allt frá því að vera stutt yfirlit af markmiðum og aðgerðaáætlun að því hvernig við náum settum markmiðum og upp í það að vinna umfangsmikla áætlun þar sem töluvert meiri rannsóknarvinna er á bakvið.

1.

Markmið

Við byrjum á að velja okkur markmið. Vandamálið við að setja sér ekki markmið er að þá getur þú hlaupið stanlaust upp og niður völlinn en aldrei skorað.

2.

Markhópagreining

Auglýsingamiðaður markhópur er aldrei allir einstaklingar. Þó svo að allir geti notað vöruna eða þjónustuna þína þá viljum við einbeita okkur að 20% af markhópnum sem skilar 80% af tekjunum og góðu umtali. Það er alltaf einhver líklegri en annar til að versla vöruna þína.

3.

Samkeppnisgreining

Kanna þarf samkeppnina á viðkomandi sviði, einkenni hennar og á hvaða svæði hún er. Oft getur verið gott að líta í kringum sig til að finna tækifæri á markaði.

4.

Skilaboð

Við notum það sem við höfum lært í okkar markaðsáætlun til að móta skilaboð sem tala beint til markhópsins og eru í takt við markmiðin okkar og stefnur.

5.

Nafn vörumerkis

Á hvaða miðlum er markhópurinn? Til að ná sem mestum árangri viljum við ná til markhópsins á þeim miðlum sem hann er og með réttu auglýsingaefni.

6.

Auglýsingaáætlun

Auglýsingaáætlun inniheldur hvernig efni við búum til á skapandi hátt þegar við reynum að uppfylla þær kröfur sem við höfum sett fyrir með þessari áætlun.

7.

Aðgerðaáætlun

Með aðgerðaáætlun gerum við grein fyrir hvað þarf að gera til að ná okkar markmiðum á sem skilvirkasta hátt.

8.

Birtingaráætlun

Notum samspil réttra miðla til að koma skilaboðum vel og örugglega til markhópsins með tilliti til fjármagns sem er áætlað í birtingar að hverju sinni.

9.

Samstarf í framhaldi af áætlun

Markmiðið er að byggja upp gott samband fyrirtækis við markhópinn með leiðandi auglýsingaefni og persónulegri þjónustu. Það sýnir framsækni sem viðskiptavinir taka eftir og taka þátt í með því að skoða efni sem hvetur til umræðu innan okkar markhóps. Við leggjum áherslu á að mæta viðskiptavini á þeim stað sem hann er á í kaupferlinu hverju sinni með mismunandi skilaboðum. Þannig byggjum við upp persónulegt en skipulagt viðskiptasamband á milli kúnna og fyrirtækis. Við notum nýjustu tækni í sjálfvirkum samskiptum og byggjum þannig upp ástríðufullan hóp viðskiptavina. Framúrskarandi hönnun á auglýsingum verður taktföst og brýtur ísinn fyrir áhuga á viðskiptum. Í dæmigerðu samstarfi kemur Key of Marketing til með að sjá um hluta markaðsstarfs sem inniheldur til dæmis grafíska hönnun, áætlanagerð, umsjá með auglýsingum ásamt tengdri vinnu. Ekkert verkefni er eins og þess vegna metum við hvað er best að gera fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig.

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND