SÍBS - Heilsumolar

Hreyfigrafík myndbönd

Heilsumolar SÍBS eru stutt myndbönd með hagnýtum ráðum um hvað þú getur gert til að bæta heilsu þína og líðan. Myndböndin fjalla um svefn, streitu, næringu og hreyfingu. Þau voru unnin í samstarfi við Embætti landlæknis, Reykjavíkurborg, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Heilsuveru, ÍSÍ, Rauða krossinn og Betri svefn, með styrk frá Lýðheilsusjóði. Myndböndin eru aðgengileg á íslensku, og innan tíða einnig á ensku og pólsku.

Öll myndböndin eru aðgengileg á heilsumolar.is

Litapalletan

Litapallettan samanstendur af fjórum meginlitum og og ljósari tónum af þeim. Meginlitir verkefnisins eru SÍBS-rauður, dökkblár, grænn og gulur. Styrkleiki ljósari tóna litanna voru valdir með það að leiðarljósi að litabræbrigði væru mjúk og að þeir tónuðu vel við meginliti verkefnisins ásamt því að gefa möguleika á meiri dýpt í teikningunum. Út frá þessum grunn litum má teikna flesta þá hluti sem þarf að teikna fyrir myndböndin án þess að þeir líti ónáttúrulega út og að teikningar tóni ekki saman.

Litirnir fjórir eru einnig notaðir til þess að gera auðsýnilegan greinamun á hverjum flokki myndbanda fyrir sig. Gulur er notað sem meginlitur næringar, rauður fyrir hreyfingu, grænn fyrir svefn og dökkblár fyrir streitu.

Teikningar

Þegar litapallettan var fullmótuð var komið að því að móta teiknistíl heilsumola. Teikningarnar ákváðum við að hafa ekki of abstrakt þannig að auðvelt væri að skilja hvað umræðuefnið væri hverju sinni. Því var ákveðið að hafa þær einfaldar og fremur “bókstaflegar”. Þar sem að teikningarnar eru fremur einfaldar ákvað ég að nota smá áferð í þær til að skapa örlitla dýpt og um leið gera heildina sérstæðari auk þess að gefa myndböndunum má karakter. Þessi áferð sem var notuð kemur líka í veg fyrir að teikningarnar myndu líta út fyrir að vera “stock-myndir” og gerir þær þannig einstakar. Auk icon teikninga teiknuðum við einnig upp tvær persónur sem notaðar eru þar sem það átti betur við, t.d. í daglegum verkefnum og líka í fötum sem passa betur fyrir hreyfingar.

Myndbönd

Uppsetning myndbanda þurfti að sama skapi að vera einföld í uppsetningu og skýr. Textinn er því hafður vinstra megin þegar heilsumolarnir eru taldnir upp, með teikningu sem tengist hverjum punkti fyrir sig. Einnig er texti notaður fyrir miðju þegar auka rammar koma inn, svo sem svar við upphafsspurningunni. Hreyfingin er höfð einföld, en þó næg til þess að halda athygli.

Öll myndböndin eru aðgengileg á heilsumolar.is

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND