SÍBS - Heilsumolar
Hreyfigrafík myndbönd
Heilsumolar SÍBS eru stutt myndbönd með hagnýtum ráðum um hvað þú getur gert til að bæta heilsu þína og líðan. Myndböndin fjalla um svefn, streitu, næringu og hreyfingu. Þau voru unnin í samstarfi við Embætti landlæknis, Reykjavíkurborg, Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar, Heilsuveru, ÍSÍ, Rauða krossinn og Betri svefn, með styrk frá Lýðheilsusjóði. Myndböndin eru aðgengileg á íslensku, og innan tíða einnig á ensku og pólsku.
Öll myndböndin eru aðgengileg á heilsumolar.is
Litapalletan
Litapallettan samanstendur af fjórum meginlitum og og ljósari tónum af þeim. Meginlitir verkefnisins eru SÍBS-rauður, dökkblár, grænn og gulur. Styrkleiki ljósari tóna litanna voru valdir með það að leiðarljósi að litabræbrigði væru mjúk og að þeir tónuðu vel við meginliti verkefnisins ásamt því að gefa möguleika á meiri dýpt í teikningunum. Út frá þessum grunn litum má teikna flesta þá hluti sem þarf að teikna fyrir myndböndin án þess að þeir líti ónáttúrulega út og að teikningar tóni ekki saman.
Litirnir fjórir eru einnig notaðir til þess að gera auðsýnilegan greinamun á hverjum flokki myndbanda fyrir sig. Gulur er notað sem meginlitur næringar, rauður fyrir hreyfingu, grænn fyrir svefn og dökkblár fyrir streitu.