Piknik

Vörumerki verður til

Piknik er ný verslun sem sérhæfir sig í sölu á nikótínvörum og býður upp á breitt vöruúrval. Nafnið sem við ákváðum er því skírskotun bæði í nikótínvörurnar og þetta breiða úrval sem þeir hafa upp á að bjóða. Myndmerkið endaði því sem lautarkarfa með nikótínvörum til að tengja nafnið enn frekar við vörumerkið.

Litirnir eru innblásnir af lautarferðum, en þó töluvert poppaðari. Rauður fyrir lautarklútinn, grænblár fyrir grasið og himininn og að lokum völdum við dökkgráan sem bakgrunnslit til að fá dularfullan blæ yfir þetta allt saman.

Efni fyrir samfélagsmiðla sækir mikið í myndmerkið sjálft en því er notast við teikningar í svipuðum stíl til að halda utan um heildarímynd fyrirtækisins.​​

Við útbjuggum einnig netverslun fyrir Piknik en hægt er að sjá hana hér: https://piknik.is/

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND