Við unnum hugmyndavinnu á bakvið nafn, merki, litapallettu og uppsetningu á heimasíðu www.petria.is
Nafnið er dregið af latneska orðinu „patria” og enska orðinu „pet”.
Patria þýðir heimaland og/eða himnaríki á latnesku „pet” þýðir gæludýr á ensku.
Þetta er nokkuð lýsandi fyrir vörumerkið Petria þar sem gæludýr og eigandi deila fallegu heimili.
Vandað vöruval er annað sem einkennir vörumerkið, www.petria.is selur aðeins endingagóðar gæðavörur. Litir og mýkt í hönnunarstöðlum styður vel við gæðin.