Lífsverk lífeyrissjóður

Opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða

Lífsverk lífeyrissjóður er opinn lífeyrissjóður fyrir háskólamenntaða, en allir þeir sem hafa lokið grunnnámi á háskólastigi geta sótt um aðild að sjóðnum. Lífsverk var stofnað árið 1954 og var fyrsti lífeyrissjóðurinn sem byggði á aldurstengdum réttindum, tók upp sjóðfélagalýðræði og rafrænt stjórnarkjör. Að auki leggur Lífsverk metnað í að vera leiðandi á markaði í ábyrgum fjárfestingum, sem er aðferðafræði sem tekur tillit til umhverfisþátta, félagslegra þátta og stjórnarhátta við ákvarðanir fjárfestinga.

Okkar hlutverk var að koma skilaboðum þeirra á framfæri á myndrænan hátt á réttan markhóp. Það getur oft reynst erfitt að fá fólk til að hlusta á skilaboð frá lífeyrissjóðum, svo við settum okkur í spor markhópsins við hugmyndavinnuna, með þeim tilgangi að háskólamenntaðir mættu í atvinnuviðtöl og væru staðföst á því að Lífsverk væri þeirra lífeyrissjóður.

Úr hugmyndavinnunni komu tvenns konar grafísk myndbönd. Það fyrra sýnir með einföldum hætti að hjá Lífsverki kjósa sjóðfélagar sjálfir stjórnarmenn í rafrænum kosningum. Seinna myndbandið sýnir með grafískum hætti að sjóðfélagar geta greitt hluta af skyldusparnaði sínum í séreign.

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND