Timelapse myndband fyrir Íslenska gámafélagið

Íslenska Gámafélagið

Timelapse

Íslenska Gámafélagið var að færa sig um set og við fengum það verkefni að framleiða myndband af uppbyggingu nýrra höfuðstöðva við rætur Esju.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.

Fyrir þetta verkefni þurftum við að smíða myndavél og kerfi sem hélt utan um framleiðsluna.
Hér eru frekari upplýsingar:

Myndavélin var sett saman úr Raspberry Pi og Raspberry pi HQ camera, sem er Sony myndflaga sem er betri en þær myndflögur sem finnast flestum í timelapse myndavélum.

Fyrir stutt timelapse er hægt að setja upp DSLR myndavél á þrífæti eða álíka en þar sem myndavélin þurfti að taka myndir í marga mánuði var það ekki möguleiki. DSLR vél hefði tekið of mikið pláss og það hefði verið mikið slit á opnara vélarinnar.

Við skoðuðum margar sérstakar timelapse myndavélar en þær höfðu það sameiginlegt að ef þær skiluðu góðum gæðum var fyrirferðin mikil. Ef þær voru litlar voru myndirnar úr þeim ekki boðlegar.

Eftir mikla leit og vangaveltur komumst við að þeirri niðurstöðu að við þyrftum að smíða vél í verkefnið.

Vélin samanstendur af:

Raspberry Pi 4 smátölvu Raspberry Pi HQ Camera Module Útskiptanlegum linsum Viftulausri kopar kælingu 128gb SD kort 128gb USB3 lykill

Þegar var búið að safna saman þessum lista þá hönnuðum við hýsinguna utan um vélina sem var þrívíddarprentuð.

Hugbúnaðurinn var næsta verkefni. Settur var upp listi yfir það hvað væri gott að vélin gæti gert og í framhaldi sett upp forrit fyrir Raspberry Pi OS sem uppfyllir allar þær kröfur ásamt því að vera einfalt og ef það verða aðrar kröfur fyrir önnur verkefni er hægt að laga forritið að þeim.

Vélin þurfti að búa yfir eftirfarandi eiginleikum:

Geta tekið myndir með jöfnu millibili. Hægt að stýra gæðum myndanna á einfaldan hátt. Kveikt og slökkt á sér á ákveðnum tíma. Byrjað og hætt að taka myndir á ákveðnum tíma. Bara taka myndir á fyrirfram ákveðnum dögum. (Virkum dögum í þessu tilfelli.) Geyma myndirnar í möppukerfi. (Mánuður / Dagur) Þegar vélin er búin að taka myndir fyrir daginn að hlaða þeim upp á google drive. Hægt að fylgjast með og stýra vélinni yfir netið.

Það að vélin taki aðeins myndir á fyrirfram ákveðnum tíma og dögum sparar mikið diskpláss og slit á búnaðinum. Það að vélin slökkvi á sér heldur búnaðinum köldum þegar hann er ekki í notkun. Við létum vélina svo hlaða myndum upp á google drive alla daga svo ef eitthvað kom upp á þá væru ekki margar myndir sem vantaði. Það var alltaf hægt að skoða stillingar, hitastig og það sem myndavélin var að gera yfir internetið til að tryggja að allt virkaði.

Hér að neðan má sjá afköstin

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND