Íslenska Gámafélagið var stofnað árið 1999 með það að markmiði að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að sorphirðu. Í dag starfa um 300 manns hjá Íslenska Gámafélaginu víða um land.
Okkar hlutverk var að auglýsa þjónustur Íslenska Gámafélagsins á samfélagsmiðlum, ásamt því að fá fólk til að skrá sig á póstlista. Við útbjuggum kynningarefni sem sýndi frá rusla ferlinu frá upphafi til enda, eða frá því að þú hendir ruslinu og þar til það er urðað. Skilaboðin sem fylgdu auglýsingunum þurftu að passa Íslenska Gámafélaginu, og notuðum við því orðalag sem og “Hentu þér á póstlista”.