Þjónusta

Grafísk
hönnun

Grafísk hönnun getur verið mikilvægt tól til að koma upplýsingum í notendavænt form hvort sem það er auglýsingaefni, auglýsingar firmamerkis eða vefsíða. Grafískt vinnuferli er brotið niður í nokkra þætti hjá Key of Marketing. Ferlið byrjar á að fá upplýsingar um þær hugmyndir sem þú hefur um verkefnið sem eru í framhaldi samtvinnaðar við okkar hugmyndir. Í framhaldi tekur skissu- og rannsóknarvinna við. Næst er að teikna upp skissur í tölvu og fá endurgjöf frá þér. Að lokum hefur gegnsæi milli okkar skilað af sér frábæru verki sem bæði við og þú erum ánægð með.

1.

Sjónræn ímynd fyrirtækisins

Við byggjum upp vörumerki og gerum það með því að leggja saman alla þætti frá vörumerki og hönnunarstaðals til sérsniðnar leturgerðar og myndefnis.

2.

Hreyfing og upplifun

Við tryggjum að vörumerkið sé meira en bara merki. Fyrirtækið á að geta skorið sig úr fjöldanum með framsetningu auk þess að skapa nærveru með óhefðbundnum efniseiginleikum.

3.

Notendaviðmót

Við hjálpum til við að koma þínum skilaboðum á framfæri í gegnum þitt stafræna svæði svo það sé einfalt fyrir viðskiptavini að nálgast upplýsingar og taka ákvörðun í átt að kaupum.

4.

Auglýsingar og umbrot

Taktföst hönnun verður gegnumgangandi í efninu sem fyrirtækið þitt gefur frá sér.

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND