Verkfæralausnir

Ertu klár í veturinn?

Verkfæralausnir er vefverslun sem býður upp á gott úrval af hágæða verkfærum. Það var okkar verkefni að útbúa auglýsingar í takt við tímann, með þeim vörum sem henta vel fyrir þá árstíð. Þar sem það var að koma vetur og lítið um dagsbirtu ákváðum við að útbúa auglýsingar með dökku ívafi, þar sem ljóskastari lýsti upp vel valdar vörur.

Við teiknuðum því upp ljóskastara sem er nú þegar partur af þeirra vöruúrvali og beindum honum á flöt þar sem hann lýsti upp restina af vörunum. Okkur þótti þetta myndgera þau skilaboð sem við vildum koma á framfæri: að vera undirbúinn undir verkefni vetursins með viðeigandi búnað fyrir þá árstíð. Við teiknuðum auglýsingaefni fyrir nokkra markhópa með mismunandi áherslum sem fór í dreifingu í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum.

Auglýsingaherferð ertu klár í veturinn

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND