Quarter
Ertu að drukkna?
Bókhald er ekki endilega það sem flestum finnst skemmtilegasti hlutinn af rekstri og tilfinning þegar bókhaldið er í óreglu getur verið eins og maður sé að drukkna í pappírsvinnu.
Verkefnið var í raun að geta komið þeim skilaboðum að Quarter leysir úr þessum hausverk með því að bjóða upp á heildarþjónustu á fjármálasviði.
Við ákváðum því að setja upp auglýsingu sem er áhorfendavænni heldur en bókari að tala um bókhald.
Úr hugmyndavinnunni varð þessi grafíska auglýsing til sem hittir beint á tilfinningu þeirra sem langar að losna við hausverkinn sem getur fylgt óskipulögðu bókhaldi.
Skilaboðin „Ertu að drukkna" vekja athygli.
Previous
Next