Búðin Decor

Falleg & vönduð hönnun fyrir heimilið

Búðin Decor er vefverslun sem býður upp á fallega og vandaða hönnun fyrir heimilið. Eigendur Búðin Decor leituðu til okkar í þeim tilgangi að auka söluna í gegnum vefsíðu þeirra, www.budindecor.is, og tryggja það að öll þeirra skilaboð á netinu væru í takt við þeirra vörumerki.

Við byrjuðum á því að uppfæra síðuna þeirra með því að einfalda notendaviðmótið. Því næst hönnuðum við auglýsingar fyrir vefmiðla og settum af stað, ásamt því að virkja póstlistann þeirra í gegnum forritið Mail Chimp. Árangurinn leyndi sér ekki, en á fyrstu fimm mánuðunum tvöfaldaðist salan í gegnum vefverslun þeirra ásamt því að nokkur þúsund viðskiptavina bættust við á póstlistann.

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND