Texti í myndböndum – Lykill dagsins 5/7

Allt að 85% af myndbandsáhorfum á Facebook eru án hljóðs. Þess vegna er svona gríðarlega mikilvægt að texta myndböndin ykkar á Facebook ef þið viljið ná til viðskiptavinarins.

Ef þú vilt ná árangri í markaðssetningu á Facebook þá er mikilvægt að skilja hvernig almennur notandi hugsar og hegðar sér. Þegar hann er að skrolla í gegnum Facebook þá er hann oftast í kringum annað fólk í vinnunni, skólanum, eða bara jafnvel heima hjá sér sem hann vill kannski ekki ónáða og sleppir því að kveikja á hljóðinu. Þegar hann skrollar í gegnum fréttaveituna sína og það kemur upp myndband af manneskju að tala án hljóðs þá er ekkert sem grípur athygli hans. Hann heldur bara áfram að skrolla og veit ekkert af því að hann missti kannski af vöru eða þjónustu sem hann hefði annars keypt. Bara það eitt að textinn sem manneskjan er að segja komi fyrir neðan skiptir sköpum.

Fyrstu sekúndurnar í myndbandinu ykkar eru svo gríðarlega mikilvægar því annað hvort ná þær athygli notandans eða ekki. Myndbönd á Facebook koma með þeim möguleika að kveikja á hljóðinu, s.s. þá er venjulega alltaf slökkt á hljóðinu. Hljóð hefur því vikið fyrir texta sem tól til að  grípa athygli notandans. Það þýðir samt ekki að þátttaka og áhugi notenda sé minni fyrir vikið. Rannsóknir sýna að það hefur engin áhrif á sölur hvort myndbandið sé spilað með eða án hljóðs. En það er auðvitað bara ef hljóðlausa myndbandið nær að koma skilaboðunum til viðskiptavinarins og það gerist einungis í gegnum texta. Þetta virkar hins vegar bara þegar um myndbönd á Facebook er að ræða. Myndbandsauglýsingar á Youtube til dæmis eru mun áhrifaríkari með flottu hljóði, þó að auka texti skaði aldrei.

Ef þú nærð að grípa athygli notandans á fyrstu sekúndunum og koma skilaboðunum þínum til skila án þess að hann þurfi að kveikja á hljóðinu þá ertu virkilega búin/n að gera allt mögulegt til að auglýsingin þín nái hámarksárangri.

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND