Skemmtilegur viðburður hjá Omar Johnson fyrrum markaðsstjóra Beats by Dre á vegum Origo.
Hann sagði okkur frá sögu sinni, hvar hann ólst upp, hvernig hann ætlaði að verða læknir en fór í staðinn að vinna fyrir Nike í markaðssetningu.
Einn daginn hringir Dr. Dre í hann og biður hann um að koma að vinna hjá sér fyrir Beats by Dre. Hann segir já og byrjar sem markaðsstjóri fyrir Beats by Dre, þar sem hann hjálpaði að stækka fyrirtækið úr $180 milljónum í $1.1 millarð.
Beats voru að keppa við risa eins og Bose og höfðu ekki mikið “budget” í að auglýsa, þannig þau fóru aðrar leiðir.
Það var einmitt kominn tími á Ólympíuleikana 2012 og Omar var að reyna að fá Michael Phelps til að vera áhrifavaldur fyrir Beats. Michael bað um $4 milljónir en Omar sagði að hann gæti aðeins gefið honum $1 milljón. Michael Phelps varð ekki sponsor á Ólympíuleikunum en hann sagði Omar frá því að keppendurnir væru ekki að fá nógu góðan mat (McDonalds) og að það væru of mikið af fjölmiðlum. Þannig Omar og liðið hjá Beats ákváðu að vera með “Beats house” þar sem keppendurnir fengu hollan og góðan mat, engir fjölmiðlar og fengu síðan að gjöf Beats heyrnartól í sömu litum og fáninn þeirra. Þetta sló svo sannarlega í gegn og mjög margir keppendur voru með Beats heyrnartólin í keppninni án þess að fá borgað fyrir það.
Beats by Dre fengu rosalega umfjöllun fyrir aðeins brot af auglýsingakostnaðinum sem önnur fyrirtæki voru að setja í Ólympíuleikana.
3 atriði sem ég tók frá þessum fyrirlestri:
1. Náðu til dýpstu tilfinninga hjá fólki. Seldu vöruna þína á mannlegum eiginleikum, ekki tæknilegum eiginleikum. Á meðan önnur heyrnartólafyrirtæki voru að selja heyrnartól á því hversu gott hljóðið var eða hversu hárri tíðni heyrnartólin náðu, þá voru Beats by Dre að selja heyrnartól á mannlegum eiginleikum, t.d. að þú getur blokkað allt utanaðkomandi hljóð frá heiminum og heyra því aðeins það sem þú vilt heyra. “Hear what you want” var þess vegna eitt af slagorðunum sem þau notuðu og varð gífurlega vinsælt. Þau seldu ímyndina af því hvað þú gætir gert með heyrnartólunum en ekki hvað heyrnartólin sjálf gætu gert. Hér fyrir neðan er dæmi um þetta:
https://www.youtube.com/watch?v=5G9tusbzEhM
2. Búðu til andrúmsloft þar sem fólkið í fyrirtækinu þínu er óhrætt við að koma með nýjar hugmyndir. Bestu hugmyndirnar koma þegar sem flestir eiga þátt í þeim og fólk er hvatt til að segja frá sínum hugmyndum og vangaveltum.
3. Notaðu einfalt tungumál. Ekki vera að flækja hlutina of mikið fyrir viðskiptavinum með því að nota allt of flókin orð. Einfaldaðu skilaboðin eins mikið og hægt er til að fólk skilji þau, annars áttu í hættu á því að fólki finnist skilaboðin of flókin og nenni því ekki að pæla í vörunni þinni.
Þetta var í alla staði mjög flottur viðburður. Takk kærlega fyrir mig Omar Johnson og Origo.