Facebook Pixel á mannamáli

Facebook Pixel er hugbúnaður sem Facebook og Instagram bjóða upp á og lærir hverjir eru líklegastir að kaupa eða fara inn á heimasíðuna ykkar! Það þarf þá að setja inn Pixel ID inn á heimasíðuna.

Facebook Pixel-inn fylgist með því þegar fólk kaupir, hefur samband, fer inn á síðuna og fleira. Pixel-inn lærir þá á hverjir eru líklegastir að kaupa ákveðna, ýta á auglýsingu eða hafa samband. Síðan þegar búið er til auglýsingu er hægt að velja hvaða útkomu maður vill ná, hvort sem það er að fá fólk til að ýta á auglýsinguna, kaupa eða eitthvað annað. Þegar Facebook Pixel-inn er kominn með einhver gögn byrjar hann að miða auglýsingunni að þeim sem eru líklegastir að gera þá útkomu sem valið er. En hann gerir það með því að finna þá sem eru líkastir þeim sem hafa gert þá útkomu sem þið eruð að leita af, notar aldur, kyn, áhugamál, og hegðun á samfélagsmiðlum og netinu.

Eins og ef maður er að auglýsa fæðubótavörur og segjum að þeir sem hafa verið að kaupa mest eru þeir sem eru í smá yfirþyngd, eldri en 35 ára og eru með hærri laun en 750.000kr á mánuði. Þá ef það er valið að fá sölur (purchase) í útkomu þá miðar Facebook auglýsingunni að þessum hóp.

Look Alike Audience

Í Look Alike Audience er hægt að velja þann hóp sem er líkastur þeim hóp sem hafa gert ákveðna útkomu. Eins og t.d. fólk sem hefur keypt ákveðna vöru er hægt að gera Custom Audience með bara þeim hóp og síðan finna hópinn sem er 1-10% líkastur þeim hóp. Hægt er þá að velja hópinn sem er 1% líkastur þeim sem hafa keypt prótein dúnk og eiga heima á höfuðborgarsvæðinu.

Retargeting

Hægt er að gera Custom Audience af þeim sem hafa farið inn á heimasíðuna ykkar á síðustu 7 dögum, 30 dögum eða eitthvað ákveðið tímabil og miða auglýsingunni bara að þeim hóp. Eða það fólk sem hefur heimsótt ákveðna síðu á heimasíðunni, eins og ákveðna frétt eða ákveðna vöru.

Video Views

Einnig er hægt að miða auglýsingu að þeim sem hafa horft ákveðið lengi á auglýsingu, ef um myndband er að ræða. Hægt er að velja:

  • 3 sec
  • 10 sec
  • 25% af myndbandinu
  • 50% af myndbandinu
  • 75% af myndbandinu
  • 95% af myndbandinu

Endilega sendið okkur línu á team@keyofmarketing.com ef þið hafið frekari áhuga á Facebook Pixel-num 🙂

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND