Þjónusta

Auglýsinga- herferðir

Auglýsingaherferðir eiga það til að festast í minninu okkar löngu eftir að við sjáum auglýsingu eða verslum við fyrirtæki. Herferðir gera fyrirtæki eftirminnileg. Þær stuðla að einbeittu átaki sem leiðir neytendur í átt að æskilegri aðgerð. Þær gefa einnig vörumerki sjálfsmynd, persónuleika og tilfinningar. Við hjálpum þér með því að veita skýra og hnitmiðaða nálgun í þinni herferð.

1.

Framleiðsla

Við setjum upp teymi í framleiðslu eftir þörfum. Með framúrskarandi myndböndum getum við gripið athygli viðskiptavina og sannfært þá um mikilvægi okkar vöru eða þjónustu sem gerir hana traustverðuga.

2.

Grafík

Það skiptir miklu máli að hönnun sé í stíl við hönnunarstaðla vörumerkis og sé taktföst í gegnum efnið sem við auglýsum. Grafík er auðvitað mismunandi fyrir hvert verkefni og getur þjónað mismunandi tilgangi. Sem dæmi þá geta grafísk myndbönd verið frábær sem útskýringarmyndbönd þar sem grafískt efni er oft meðtækilegra en annað efni.

3.

Útvarpsauglýsingar

Í útvarpsauglýsingum reynum við á annað skynfæri en í flestum öðrum auglýsingum og því geta útvarpsauglýsingar kryddað vel upp á auglýsingaherferðir.

4.

Sjónvarp

Fólk á það til að treysta því efni sem það sér í sjónvarpi betur en á stafrænu samfélagmiðlunum. Sjónvarp býr yfir fleiri kostum þar sem við höfum tækifæri á að birta auglýsingar með sjónvarpefni sem er með beina tengingu við vöruna eða þjónustuna sem við auglýsum. Það má segja að sjónvarp stækki ímynd herferðarinnar.

5.

Samfélagsmiðlar

Á samfélagsmiðlum getum við náð inn á aðra markhópa heldur en á öðrum miðlum og á öðruvísi hátt. Við náum meira til yngri markhóps á samfélagsmiðlum og þar er einnig mjög auðvelt að greina árangur.

6.

Aðrir miðlar og dreifileiðir

Það eru auðvitað til mikið fleiri dreifileiðir sem þarf að taka tillit til við áætlun á auglýsingaherferðum.

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND