Þjónusta

Ásýnd

Við byggjum upp vörumerki með því að leggja saman alla þætti grafískrar hönnunar frá vörumerki og litaspjaldi til sérsniðnar leturgerðar og myndefnis.

1.

Sjónræn ímynd fyrirtækisins

Við byggjum upp vörumerki og gerum það með því að leggja saman alla þætti frá vörumerki og hönnunarstaðals til sérsniðnar leturgerðar og myndefnis.

2.

Vörumerkjastefna

Vörumerkjastefna skilgreinir hvað vörumerki þitt stendur fyrir til viðskiptavina og starfsmanna. Við hjálpum þér að svara þremur mikilvægum spurningum: Fyrir hvað stendur vörumerkið þitt? Fyrir hverja er það? Hvað er rétti markaðurinn til að stökkva á til að sinna þínum viðskiptavinum? Þetta snýst ekki um að segja viðskiptavinum hvað þú gerir. Þú þarft að segja þeim hvernig þú getur þjónað þörfum þeirra og hvað þeir vilja.

3.

Rannsóknarvinna

Rannsóknarvinnan okkar skilar gagnadrifinni innsýn í vörumerkið og markhópinn sem hjálpar við að búa til framúrskarandi vörumerki. Okkar markmið er að ná djúpum skilning á neytandanum og svara þörfum hans.

4.

Nafn vörumerkis

Nafn á vörumerki er eitthvað sem er nauðsynlegt að hugsa til enda. Nafnið getur opnað fyrir tækifæri ásamt því að loka á tækifæri. Nafnið talar til markhópsins og þarf að vera í takt við stefnu fyrirtækisins. Það er erfitt að breyta nafni eftir á, gerðu þetta almennilega frá byrjun! Nafnaþjónustan okkar inniheldur vörumerkjamat og neytendarannsóknir.

What’s Up?

HAFÐU SAMBAND