Við hjá Key of Marketing erum alveg þrælspennt að tilkynna að nýlega urðum við fyrstu samstarfsaðilar Mailchimp á Íslandi!
Nú höfum við áður stiklað á stóru um virkni markaðssetningar með tölvupóstum en núna í ljósi þessarra frábæru frétta finnst okkur vert að kynna þetta nánar.
“Heitur” viðskiptavinur
Af öllum þeim fjölmörgu leiðum til að fanga viðskiptavininn með stafrænum auglýsingum þá eru fáar aðferðir jafn persónulegar og áhrifaríkar eins og markaðssetning með tölvupóstum. Viðskiptavinurinn hefur þá með einu móti eða öðru skráð sig eða samþykkt að vera bætt við á tölvupóstlistann þinn og það þýðir aðeins eitt. Nákvæmlega þessi viðskiptavinur hefur áhuga á þinni vöru eða þjónustu og hefur fengið að kynnast fyrirtækinu þínu nóg til að gefa því séns. Þessi viðskiptavinur er þá skilgreindur sem „heitur“ viðskiptavinur og það þýðir einfaldlega að hann er líklegri til að stunda viðskipti við þig. Ímyndaðu þér nú hvað sérhæfður tölvupóstur, sem kostar ekki neitt, á þessa viðskiptavini getur verið áhrifaríkur. Að okkar mati er þetta nógu góð ástæða fyrir því af hverju það ætti að vera sjálfsagt að halda uppi virkum póstlista sama hvað fyrirtækið þitt vill ná fram.
Mailchimp er markaðsvettvangur fyrir þá sem vilja ná til viðskiptavina sinna með tölvupóstum og er að okkar mati hiklaust besta þjónusta sem völ er á í dag.
Stofnaðu þinn aðgang frítt
Mailchimp býður upp á alla þá þjónustu sem þarf til að búa til, byggja upp og halda utan um póstlista af öllum stærðum og gerðum. Til að byrja með er ekkert mál að stofna sinn eigin aðgang frítt en við mælum með að taka betri pakkana ef þú vilt geta notfært þér öll hjálpartækin sem Mailchimp hefur upp á að bjóða.
Með hjálp Mailchimp getur hver sem er búið til skráningareyðublað og sett það upp á heimasíðunni sinni eða búið til lendingarsíðu sem Mailchimp hýsir og dreift hlekknum. Mailchimp býður einnig upp á frábært viðmót til að búa til tölvupósta þar sem þú getur valið að búa til póst frá grunni eða valið úr fyrirfram uppsettu póstunum þeirra sem er mjög auðvelt að vinna með. Þú getur tímasett tölvupóstaherferðirnar þínar t.a.m. þannig að sjálfkrafa fer einn tölvupóstur beint á þá sem skrá sig á listann þinn sem býður fólk velkomið og þakkar fyrir áhugann, annar tölvupóstur fer eftir nokkra daga þar sem þú sýnir vinsælustu vörurnar og síðan fer þriðji pósturinn af stað þegar þú ákveður að hafa tilboð á völdum vörum í ákveðinn tíma. Mailchimp býður upp á fullt af tengingum við forrit og vefsíður og frábæra valmöguleika í sjálfvirkni!
Frelsið er algjört og þú getur sett þetta upp alveg eins og þú vilt.
Viðeigandi skilaboð á rétta aðila
Hluti af því sem gerir Mailchimp svo þægilegt í notkun er það hversu auðvelt það er að skipta póstlistanum þínum niður í smærri einingar. Það kallast “groups, segments & tags” og er í stuttu máli bara leið til að flokka fólk eftir því til dæmis hvaða vöru það keypti, hvaða kyn það er, hvort þau vilji fá fræðslugreinar sendar o.s.frv. Þá geturðu sent mismunandi efni á hvern flokk ef þér sýnist og getur verið viss um að fólkið á listanum sé ekki að fá póstinn oftar en einu sinni. Mjög áhrifarík leið til að senda á þá sem vilja fá póst frá þér er að senda mest á þá sem eru að smella og kaupa mest!
Byggðu upp þinn Vildarklúbb
Við erum einnig með mjög áhrifaríka leið til að safna á póstlista beint í gegnum Facebook, Instagram og LinkedIn þar sem fólk þarf aðeins að smella á 2 takka til að skrá sig. Það þarf ekki einu sinni að skrifa netfangið sitt! Hægt er að sjá það nánar með því að smella hér
Ekki fara í “SPAM”
Að lokum viljum við taka fyrir 7 mikilvægar reglur sem vert er að hafa í huga til að forðast að lenda í SPAM flokknum hjá fólki.
- Segðu lesandanum hvaðan tölvupósturinn kemur.
- Skrifaðu heiðarlega efnislínu.
- Áttaðu þig á því að þú ert að senda auglýsingu.
- Gefðu upp póstfang.
- Allir tölvupóstar þurfa auðvelda leið til að skrá sig af póstlistanum.
- Virtu það þegar einhver vill ekki vera á listanum þínum. (Þú hefur 10 daga til að fjarlægja þá sem vilja ekki lengur vera á honum)
- Fylgstu með því hvað aðrir gera fyrir þig, t.d. ef eitthvað annað fyrirtæki er að sjá um tölvupóstlistann þinn, að það sé ekki að brjóta eitthvað af þessum reglum því ábyrgðin er að sjálfsögðu þín.
- Ef þú sendir póst frá þínu léni t.d. team@keyofmarketing.is þarf að passa að það sé búið að samþykkja að Mailchimp megi senda pósta frá léninu.
Þetta er gert með því að bæta við eftirfarandi „records“ í lénaskránna:- SPF (Sender Policy Framework)
- DKIM (Domainkeys Identified Mail)
Hér eru nánari leiðbeiningar frá Mailchimp, smella hér
Mailchimp gerir það eins auðvelt og hægt er að fylgja þessum reglum þar sem þeir bæta sjálfkrafa við síðufót sem tryggir að flestar af þessum reglum séu uppfylltar fyrir þig.
Hvernig póstar ná árangri?
Það skiptir einnig miklu máli að markpósturinn sé rétt settur upp til að hámarka árangur á póstlistanum. Það þarf að hafa í huga hvenær sé best að senda pósta, hversu oft á að senda á listann og hversu oft á að hafa tilboð. Góð regla er að hafa 3 fræðslupósta á móti 1 sölupósti.
Hér er dæmi um hvernig árangri er hægt að ná með notkun póstlista fyrir netverslun:
Smelltu hér og stofnaðu aðgang á Mailchimp!
Prófaðu þig áfram, byggðu upp póstlistann og samband við kúnnann, þú verður hissa hversu mikið það gerir fyrir þig.
Hvað vilt þú vita, endilega “commentaðu” hér fyrir neðan hvað þú vilt að verði fjallað um í næsta bloggi Key of Marketing
Smelltu hér til þess að skrá þig á póstlista Key of Marketing