Firmamerkið er andlit fyrirtækisins og mikilvægur partur af ímynd þess. Hjálpar það einnig til með að auka sérstöðu Kjálkaskurðlækna og byggja upp traust.
Merki Kjálkaskurðlækna samanstendur af tveimur þáttum; tákn merkisins og letri merkisins. Táknið er myndað úr formi kjálka á einfaldaðan hátt sem svo er nýtt á þann hátt að það myndi upphafsstaf fyrirtækisins 'K'. Þannig myndast tenging bæði við þjónustu fyrirtækisins og nafnið sjálft á einfaldan en þó skilvirkan hátt. Letur merkisins var vandlega valið til að fljóta vel með mjúku línum táknsins. Letrið sem er notað hefur rúnuð horn sem myndar mýkt og skapar hlýju. Hornin eru þó ekki það mjúk að letrið missi fágað yfirbragð sitt.